Hús dagsins (nr. 157): Krambúðin í Neðstakaupstað

Ísafjörður sem áður hét Eyrarkaupstaður eða Eyri við Skutulsfjörð er gamall bær, þar eru heimildir um verslun frá 16. öld og eyrinni við Skutulsfjörð stóðu hús á tíma einokunarverslunar snemma á 17.öld.P7120081 Undir lok 18.aldar var risin þarna lítill kaupstaður framarlega á eyrinni, Neðstikaupstaður og nokkur þeirra húsa standa enn. Elst þessara húsa er húsið hér á myndinni, Krambúðin. Húsið er elsta hús sem ég hef nokkru sinni tekið fyrir hér á síðunni. Þar hafði elsta hús Akureyrar, Laxdalshús, byggt 1795, vinninginn þar til nú en Krambúðin er miklu eldri. (Raunar verður Laxdalshús komið í 5. sæti yfir elstu húsin hér á síðunni þegar umfjölluninni minni um Neðstakaupstað, því þar standa  fjögur hús sem eru byggð 1757-1784.)

En Krambúðin er elsta hús sem enn stendur á Ísafirði, byggt 1757 af dönskum einokunarkaupmönnum og er útlit þess er nokkuð dæmigert fyrir hús frá þessum tíma hérlendis, einlyft á lágum sökkli með bröttu risi og borðaklæðningu og kolsvart að lit. En þessi svarti litur sem er svo áberandi á þessum elstu húsum kemur til af því að á þessum tíma tíðkaðist að hús væru tjörguð til að verja fyrir veðri og vindum, en málning var dýr og illfáanleg. Nú er bárujárn á þaki og kvistir á risi eru eflaust seinni tíma viðbætur. Að öðru leyti mun húsið næsta lítið breytt að utan. Húsið er grindarhús eða bindingsverkshús. En það er í raun hálfgildis millistig steinhúsa og timburhúsa, þ.e. húsið er byggt upp á timburgrind en í grind var múrhleðsla. Húsin voru svo yfirleitt klædd borðaklæðningu að utan en múrhleðslan þótti óþétt fyrir Íslenskar aðstæður.   Eins og nafnið gefur til kynna var húsið upprunalega krambúð en þannig verslunum mætti  líkja við matvöruverslun eða kjörbúðir. Verslunarrými var í suðurenda en vörugeymsla í þeim nyrðri og verslað var í Krambúðinni í rúm 150 ár, en um 1920 var það tekið í gegn að innan og breytt í íbúðarhús. Enn er búið í húsinu og er það einbýlishús. Allt er húsið og umhverfi þess hið glæsilegasta að sjá og hefur líkast til verið haldið vel við haldið þessi 255 ár sem það hefur staðið. Húsið er klárlega með allra elstu íbúðarhúsum landsins- gott ef ekki það elsta. Ásamt nokkrum öðrum stórglæsilegum húsum, þar af fjórum yfir 220 ára, myndar það þessu skemmtilegu og sögulegu heild sem Neðstikaupstaður er. Eins og oft er með svona gamlar húsatorfur eru þau fá orðin eftir sem enn standa og gildi húsanna því mikið. Nú er Byggðasafn Vestfjarða (tengill hér að neðan í heimildaskrá) með höfuðstöðvar í Neðstakaupstað. Þessi mynd er tekin 12.júlí 2012.

Heimildir:

Byggðasafn Vestfjarða (án árs). Heimasíða. Slóðin: http://www.nedsti.is/ 

Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen, Magnús Skúlason (2003). Af norskum rótum- gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík: Mál og Menning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 380
  • Frá upphafi: 440813

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 182
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband