Hús dagsins (nr.165) : Túngata 3

Ég skrifaði hér fyrr í sumar að ég myndi vera með "Ísafjarðarþema" í Húsum dagsins í ágúst. P7120120Enn þó kominn sé september þá mun ég halda áfram með nokkra Ísafjarðarpistla. Þetta hús stendur dálítið ofar en húsin sem ég hef skrifað um en þau standa í Neðstakaupstað, við Silfurgötu eða niðri á Bökkum. En þetta stórglæsilega hús stendur við Túngötu 3 og er það reist árið 1930 á þessum stað eftir teikningum Jóns H. Sigmundssonar.  Húsið var upprunalega byggt við Hattareyri við Álftafjörð um aldamótin af norskum síldveiðimönnum en tekið niður 1930 og aftur byggt á þessum stað. Þá var húsið stækkað og bætt á það tveimur kvistum.  En húsið er einlyft timburhús á háum steinsteyptum kjallara með háu portbyggðu risi og tveim samliggjandi miðjukvistum. Er húsið bárujárnsklætt og hefur líkast til verið svo frá upphafi. Húsið er kallað Grímshús (eða Grimsby) eftir Grími Kristgeirssyni rakara sem bjó hér um miðja öldina. Hann var faðir forseta Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímsson og mun hann fæddur í þessu húsi. Túngata 3 er í góðu ástandi og til mikillar prýði en það er nokkuð áberandi við Eyrartúnið líkt og mörg húsin við Túngötuna. Þessi mynd er tekin 12.júlí sl.

Heimild:

Hjörleifur Stefánsson, Kjell H. Halvorsen, Magnús Skúlason (2003). Af norskum rótum- gömul timburhús á Íslandi. Reykjavík: Mál og Menning. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 181
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband