September kemur á óvart!

Svona fréttum og fréttamyndum man ég vel eftir árið 1991, þegar Stauraveðrið svokallaða gekk yfir landið. Þá brast á mikill norðanhvellur, og hiti rétt við frostmark þannig að mikil bleyta fylgdi með og ísing sligaði margar háspennulínur. Það vill nefnilega svo til að eðlismassi frosins vatns er um 0,92 g/ rúmsentimetrar og þ.a.l. er einn rúmmeter 920kg. Og það safnast þegar saman kemur tugir kílómetra af raflínum- þá verða rúmmetrarnir og þ.a.l. tonnin ansi mörg!   T.d. er mér minnisstæð staurastæða Laxárlínu við Eyjafjarðarbraut Eystri, skammt norðan Ytra-Gils kubbuð í sundur og þarna varð rafmagnslaust  um meira og minna allan Eyjafjörð- og víðar að mig minnir dögum saman. Olli miklum baga víða þar sem mjaltavélar stoppuðu og hús hituð með rafmagni urðu köld. En þetta var í byrjun í janúar sem er e.t.v. mun "eðlilegri" árstími fyrir svona hvelli.  Að svona áhlaup komi í fyrrihluta september er óneitanlega sérstakt, t.d. borið saman við  2010 var hlýjasta helgi sumarsins í byrjun þessa sama mánaðar og oft hangir hitastigið í tveggja stafa tölu stóran hluta mánaðarins. Og ég hef margoft lýst þeirri skoðun hér að september sé einn sumarmánaðanna og ekki tímabært að tala um haust fyrr en um eða eftir miðjan mánuðinn í fyrsta lagi! En haustlægðir í september geta orðið ansi öflugar- en þessari fylgdi kannski meiri kuldi en oftast. Því fellur þessi haustrigning sem slydda. September og maí, mánuðurnir sem ég segi að skilji sumarið frá vetrinum sitt hvoru megin eru sennilega þeir mánuðir sem hægt er með réttu að kalla sýnishornamánuði; allt veður frá 20stiga hita og sól og snjóbylur geta nefnilega átt sér stað í þeim mánuðum.


mbl.is Brotnir eins og eldspýtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 181
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband