Hús dagsins: Sláturhús KEA á Oddeyrartanga.

Neðan Hjalteyrargötu, austast á Oddeyrinni er gamalgróið iðnaðarsvæði. PB180043Þar hafa gegn um áratugina verið athafnasvæði ÚA, Strýtu, fóðurvörudeildar KEA (nú Bústólpa) svo fáein stór nöfn iðnaðarsögu Akureyrar séu nefnd að ógleymdri Kjötiðnaðarstöð KEA sem síðar varð Norðlenska. En þar berum við niður í þessari færslu. En húsið á myndinni, Gamla Sláturhúsið, er ein elsta byggingin á svæði Norðlenska á Oddeyrartanga. Sláturhúsið var reist árið 1928 og er eitt af stórvirkjum byggingarmeistarans Sveinbjarnar Jónssonar, en hann teiknaði húsið og hafði umsjón með byggingu þess. Húsið er steinsteypt og fylgir sögunni að sandurinn í húsið var fenginn af hafsbotni. Var danskt dæluskip, Uffe, notað til verksins. Húsið er 25metrar á breidd og hæð upp á gafl  um 10m skv. teikningum, en þær er að finna á bls. 87 í bókinni Byggingarmeistari í stein og stál. Eins og oft tíðkaðist á iðnaðarhúsum á fyrstu tugum 20.aldarinnar voru gluggar með margskiptum rúðum og bogadregnir og á teikningum er stór bogadregin skrautrúða fremst á húsinu fyrir miðju, og sjá má móta fyrir henni á myndinni. Húsið var eitt stærsta og fullkomnasta sláturhús landsins á þeim tíma, búið nýjustu og fullkomnustu tækni og var um áratugaskeið eitt það fullkomnasta. Enn er húsið í fullri notkun hjá Norðlenska þó ekki sé slátrað þar lengur. Líklega er þetta einhverskonar vinnslusalur í dag en húsið er ekki mikið breytt að utan frá fyrstu gerð, þó það sé nú orðið hluti að stærri húsasamstæðu. Húsið virðist í góðri hirðu. Ekki veit ég hvort húsið njóti friðunar en ég hefði sagt að auðvitað ætti svo að vera. (Raunar myndi ég segja að það ætti barasta að friða allar byggingar Sveinbjarnar Jónssonar!)  Ég tók þessa mynd fyrr í dag þann 18.11. 2012. Þá lagði ég leið uppí miðbæ og hugðist mynda nokkur hús við Brekkugötu sem ég á eftir að taka fyrir hér- en þegar á hólminn var komið reyndist myndavélin batteríslaus. 

Heimildir: Friðrik Olgeirsson, Halldór Reynisson, Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál. Reykjavík: Fjölvi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 440776

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 199
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband