Hús dagsins: Brekkugata 1a

Brekkugata 1a er sambyggt húsi nr. 1 sem ég fjallaði um í gær.PC080081 Það er þrílyft steinsteypuhús með lágu risi og stigabyggingu á bakhlið, byggt árið 1923 en það ár og næstu ár á eftir virðist mikill uppgangur hafa verið í byggingu stórra steinsteypuhúsa á Akureyri. Mér er ekki kunnugt um hver byggði húsið eða teiknaði það en hér er um að ræða svipmikið stórhýsi. Einkennandi fyrir húsið eru gaflsneiðingar á risgöflum og tveggja hæða bogadregið útskot á framhlið. Tilgangur svona útskota gæti ég ímyndað mér að hafi verið fyrst og fremst sá að fá sem mesta birtu inn, þ.e. úr þremur áttum frekar en að drýgja fermetrafjöldan. Ýmis verslunarrekstur og starfsemi hefur verið í húsinu og margir hafa búið í því. Verlsunarrými hefur löngum verið á fyrstu hæð en skrifstofur eða íbúðir. Þegar húsið var tiltölulega nýbyggt eða uppúr 1930 skemmdist húsið mikið í bruna og var gert upp en að öðru leyti er húsið lítið breytt frá fyrstu gerð a.m.k. að utan. Þó hefur verið byggður kvistur á norðurhlið og settar svalir á húsið. En húsið lítur vel út og virðist í góðu standi. Myndina tók ég í gær, 8.12.2012.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 436855

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 322
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband