14.2.2013 | 15:54
Hús dagsins: Gránufélagsgata 29
Um Gránufélagsgötuna hef ég nokkrum sinnum fjallað hér á þessari síðu, en númeraröðun húsa er svolítið sérstök- svo ekki sé meira sagt. En næst neðan Norðurgötu stendur hús númer 27 en þar neðan við er síðan Sambyggingin, sem er númer 39-41 og þar neðan er Gránufélagsgata 43, sem er samskonar hús, nema bara einn hluti af tveimur eða þremur. Húsin standa í aldursröð, byggð 1926 (nr.27), 1929 og 1930. En neðan við 43 má segja að þráðurinn sé tekinn upp að nýju því þar stendur Gránufélagsgata 29- sem sést hér á myndinni.
En Gránufélagsgötu 29 reistu þeir Aðalsteinn Þórðarson og Jónas Hallgrímsson árið 1917. Það er einlyft timburhús með portbyggðu háu risi á háum og mjög svo verklegum steyptum kjallara, en veggir kjallara standa á að giska 30 cm út fyrir veggi. Krosspóstar eru í gluggum. Árið 1924 var húsið stækkað, byggð mjó einlyft bygging með skúrþaki við bakhlið og forstofuskúr á austurgafl. Líklega hefur steinblikkklæðningin sem nú er einnig komið þá en vel má vera að hún hafi verið frá upphafi, ekki viss hversu snemma Gunnar Guðlaugsson húsasmiður var farinn að flytja hana inn en það var í kringum 1920. Líklegt er talið að húsinu hafi við þessar breytingar einnig verið lyft eða hnikað til og þá steyptur undir nýr grunnur. Á svipuðum tíma voru einnig eldri hús við Norðurgötu 11 og 13 gerð upp og m.a. sett á hærri kjallara. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og lengst af einbýli en vel getur verið að því hafi á fyrri hluta tuttugustu aldar verið skipt í fleiri íbúðir og leiguherbergi. Húsið virðist í góðu standi og vel við haldið og er til prýði í götumynd Gránufélagsgötu- þar sem gætir mikillar fjölbreytni í húsagerð. Lóðin er einnig nokkuð stór miðað við nærliggjandi lóðir og er hún vel gróin. Þessi mynd er tekin laust fyrir hádegi sunnudaginn 12.janúar 2013.
Sem áður segir er húsið byggt 1917. Það er því nokkru eldra en húsaröðin fyrir ofan, sem er reist eftir Aðalskipulagi frá 1927. Hugsanlegt er að samkvæmt skipulaginu hafi átt að stokka upp númerakerfinu og hús nr. 39-43 reist eftir því kerfi. En síðan fór það nú svo að ekki var byggt meira eftir þessu skipulagi (utan Strandgata 37) og þ.a.l. númeraröðinni ekki breytt né heldur númer nýju húsanna leiðrétt. Það er alltént sú kenning sem ég hef oftast heyrt mögulega talin líklegust en annars hef ég ekki lesið það í neinni bók eða rekist á nokkurn sem veit með vissu hverju þessi númeraröð sætir! Ekki veit ég til að nokkurn tíma hafi staðið til að leiðrétta þetta. Ég hefði sagt að úr því sem komið er ætti alls ekki að hrófla við þessari númeraröðun vegna aldurs og hefðar; þetta ætti beinlínis að njóta friðunar. Veit að pizzasendlar og póstberar sem hafa senst í Gránufélagsgötuna eru e.t.v. ekki sammála mér þarna
Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.
Að ógleymdum munnlegum heimildum úr ýmsum áttum í Sögugöngum um Oddeyrina, sem ég hef stundað frá sumrinu 1997.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 495
- Frá upphafi: 436890
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 327
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.