Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 8; Æsustaðir.

Eyrarlandsvegur er ein af þessum áberandi og glæsilegu eldri götum Akureyrar, P2230070heitir eftir stórbýlinu Eyrarlandi * sem lagði til stóran hluta bæjarlands Akureyrar sunnan Glerár. Gatan liggur frá Akureyrarkirkju og klífur á brekkubrúninni til suðurs uppá barma Barðsgils ofan  Samkomuhússins og heldur svo áfram framhjá Menntaskólanum og Lystigarðinum að Sjúkrahúsinu, þar sem Spítalavegurinn steypist niður í Innbæinn. Húsin við þá götu eru nokkur þeirra sem hafa verið á lista hjá mér yfir einhver sem ég verð að taka fyrir á þessari síðu og laugardaginn 23.febrúar sl. brá ég mér í göngutúr og myndaði neðri hluta götunnar en þar heilsteypt torfa stórra skrautlegra steinsteypuhúsa frá 3.áratug 20.aldar, auk þessa 107ára timburhúss neðst við götuna, gegnt Akureyrarkirkju.

 Þetta er Eyrarlandsvegur 8, einnig kallað Æsustaðir. Húsið er það þriðja elsta við Eyrarlandsveginn á eftir Sigurhæðum(110) og Gamla Skóla(109) það er reist árið 1906 af Jóni Guðmundssyni en fljótlega eignaðist Pálmi Jónsson húsið og bjó þar lengi. Hann var frá Æsustöðum og þaðan fékk húsið nafnið. Eyrarlandsvegur 8 er tvílyft timburhús með lágu risi og á tiltölulega háum steinsteyptum kjallara.

P2230060

Húsið er raunar tvær álmur og grunnflöturinn vinkillaga, önnur snýr meðfram götunni  í N-S en hin er talsvert mjórri og snýr í A-V. Húsið er klætt steinblikki og bárujárni á þaki og þverpóstar eru í gluggum. Á inngangi á suðurenda og horni eru bogadregnir dyraumbúnaður og bogadregnir gluggarammar á hæð fyrir ofan-hugsanlega hafa einhverntíma verið skrautrúður þar. Hugsanlega hefur húsið upprunalega aðeins verið þessi eina fremri álma og bakbygging komið seinna. Það er virðist nefnilega algengara en hitt þegar þetta gömul hús eiga í hlut að þeim hafi verið breytt eða byggt við þau- enda má nærri geta hversu mikið kröfur fólks  til húsnæðis hafa breyst frá t.d. árinu 1906! En Eyrarlandsvegur er traustlegt og vel við haldið hús og unhverfi þess einnig en húsið stendur á gróinni og stórri lóð. Nú munu vera tvær íbúðir í húsinu, hvor á sinni hæð. Sem fyrr segir eru þessar myndir teknar þ. 23.febrúar sl.

*Í færslunni sem tengillinn um Eyrarland vísar á tala ég um færslu um Lystigarðinn innan fárra vikna. Færslan er frá september 2011 og eftir 18 mánuði er engin færsla komin Blush. Ég býst hinsvegar við því að fara í Lystigarðinn í sumar og mynda og birta þá langþráða  Lystigarðsfærslu!

Heimildir:

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband