Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 12

Í síðasta pistli vorum við stödd neðst í Eyrarlandsvegi og mun ég halda mig þá götu, en ég stökk út og myndaði hana fyrir rúmum tveimur vikum.P2230059 Næstu vikurnar munu því birtast pistlar um húsin í Eyrarlandsvegi upp af Hrafnagilsstræti. En húsið á meðfylgjandi mynd fagnar níræðisafmæli á þessu ári, eins og raunar mörg steinsteypt stórhýsi hér í bæ. En Eyrarlandsveg 12 reistu þeir Einar Jóhannsson og Ásgeir Austfjörð árið 1923. Bjuggu þeir ásamt fjölskyldum sínum hvor á sinni hæð í húsinu um áratugaskeið. En húsið er háreist tvílyft steinsteypuhús með háu risi og á háum kjallara, jafnvel svo háum að álitamál mætti teljast hvort húsið er tvílyft eða þrílyft. Tvær bakbyggingar ganga út úr húsinu og aftast er lítill inngönguskúr með svölum á þaki. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og síðastliðin ár hafa verið þrjár íbúðir í húsinu, á kjallara, á 1.hæð og 2.hæð og risi. Húsið er í góðu standi og glæsilegt að sjá og setur skemmtilegan svip á stórglæsilega götumynd Eyrarlandsvegar. Lóðin er gróin og einnig til mikillar prýði. Þessi mynd er tekin 24.feb. 2013.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband