Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 14

Enn held ég áfram umfjölluninni um Eyrarlandsveg og nú er það hús nr. 14. P2230061En það reistu hjónin Sveinn Þórðarson og Sigurlaug Vilhjálmsdóttir árið 1928. Eyrarlandsvegur 14 er einlyft steinsteypuhús með háu risi og á háum kjallara og með háu risi og miðjukvisti. Ris er misbratt eða brotið, brattara að og gaflsneitt; efri hluti riss má segja að sé hálfgert valmaþak. Stór miðjukvistur er framan á húsi og inngönguskúr með skrautrúðu á suðurhlið og svalir ofaná. Ekki er mér kunnugt um teiknara hússins en húsið hefur greinilega átt að vera glæsilegt og íburðarmikið- sem það og er. En Eyrarlandsvegur mun hafa verið gata efnafólks á þessum tíma og húsin stærri og veglegri en gekk og gerðist annars staðar í bænum Gluggar eru tiltölulega stórir- líklega hugsað til þess að veita sem mestri birtu inn og gluggapóstar á framhlið margskiptir. Sennilega  hefur  húsið fengið gott viðhald alla sína tíð og þannig náð að halda sínum upprunalegu einkennum gegn um tíðina. Allavega er húsið í frábærri hirðu og setur skemmtilegan svip á umhverfið. Ein íbúð er í húsinu og hefur líkast til alltaf verið svo. Þessi mynd er tekin 23.feb. 2013.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband