Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 16. HÚS DAGSINS NR.200 !

P2230066Mér telst til að þetta sé húsapistill númer 200- en ég ætla ekki að dvelja við það hér, bendi á næstu færslu sem er svona "tímamótapistill" En við höfum verið á ferðinni upp Eyrarlandsveginn síðustu daganna og vikurnar og næst er það hús númer 16. En Eyrarlandsveg 16 reisti séra Friðrik Jónasson Rafnar víglsubiskup árið 1928. Ekki er mér kunnugt um hver teiknaði húsið en sá hefur verið mikill smekkmaður enda húsið æði skrautlegt og íburðarmikið. En Eyrarlandsvegur 16 er ekki ósvipað næsta húsi neðan við að stærð og lögun, gæti jafnvel ímyndað mér að þau séu eftir sama teiknara. Húsið er einlyft steinsteypuhús á kjallara og með háu misbröttu eða brotnu risi með gaflsneiðingum og litlum kvistum efst á göflum. Einlyft bakbygging aftan hússins en ekki er mér kunnugt um hvort hún er upprunaleg eða seinni tíma viðbygging. Stór miðjukvistur er á húsinu og ásamt voldugri forstofubyggingu og svalir ofan á henni framan kvists. Krosspóstar eru í gluggum. Húsið hefur að ég held alla tíð verið einbýlishús og hefur sennilega hlotið frábært viðhald frá fyrstu tíð- allavega lítur það stórglæsilega út. Lóðin er stór og vel hirt og eins og húsin við Eyrarlandsveg stendur húsið hátt ofan götu. Þessa mynd tók ég laugardaginn 23.febrúar sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 495
  • Frá upphafi: 436890

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 327
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband