Hús dagsins: Hafnarstræti 2

Af austurbrún syðri Brekkunnar þar sem ég hef síðastliðnar vikur tekið fyrir Eyrarlandsveginn og eitt hús við Möðruvallastræti færi ég mig niður í Innbæ að innsta húsi Hafnarstrætis þar sem gatan sveigir til austurs frá Aðalstræti. P2090055

En húsið á myndinni, Hafnarstræti 2 var reist árið 1892 af bræðrunum Friðriki og Magnúsi Kristjánssonum. Var húsið það fyrsta á Akureyri sem reist var á uppfyllingu en efnið tóku þeir úr brekkunni ofan við, þar sem hús nr. 16 við Aðalstræti var reist nokkrum árum seinna. Uppfyllingin var sú fyrsta sem gerð var í fjörunni og var hún kölluð Nýja-Ísland og síðar tóku fleiri hús að rísa þarna.  Húsið er tvær álmur, sú syðri er tvílyft og snýr A-V, á lágum grunni og með lágu risi en nyrðri álma er einlyft með háu portbyggðu risi og miðjukvisti og snýr N-S. Timburklæðning er á suðurhluta en sléttar plötur, mögulega asbest á syðri hluta. Í Akureyrarbók Steindórs (1993:97) er sagt að þeir hafi byggt við enda verslunarhússins. En á mynd frá 1897 (á sömu bls. í sömu bók) má sjá að húsið hefur þá fengið núverandi lag, þannig að seinni byggingin hefur verið byggð við snemma eða á innan við fimm árum frá því húsið var reist upprunalega. Ekki fylgir heldur sögunni hvort norður- eða suðurendinn var byggður á undan. En þeir bræður hófu verslunarrekstur í húsinu og þjónaði húsið því hlutverki í áratugi og árin 1902-04 var þarna rekið fyrsta útibú Landsbankans á Akureyri. Magnús og Friðrik bjuggu þarna og versluðu og seinna var öllu húsinu breytt í íbúðir. Nú munu í húsinu þrjár íbúðir, tvær í suðurenda og ein í norðurenda. Húsið er allt hið glæsilegasta og hefur verið í miklum endurbótum síðustu ár. Það er næsta lítið breytt frá upprunalegri gerð, en kvistur mun seinni tíma viðbót sem og forstofubygging á suðurgafli. Þessa mynd tók ég á rölti um Innbæinn laugardaginn 9.febrúar sl.

Heimild: Steindór Steindórsson. (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband