Hús dagsins: Fróðasund 11

 Fróðasund 11 var byggt árið 1890 og stóð þá við Norðurgötu. Húsið var reist árið 1890 af manni að nafni Guðmundur Jónsson. Það hefur hinsvegar ekki alltaf staðið þarna, enda er gatan sem slík miklu yngri en svo. Húsið var nefnilega reist um 100m suðaustar á Eyrinni eða við Norðurgötu 9 og var flutt á núverandi stað um 1945.P5050005

 

Árið 1945 voru húsin nr. 7 og flutt í heilu lagi á auðar lóðir milli Lundargötu og Norðurgötu við götustubbinn Fróðasund, á lóðir númer 10a og 11 og bæði húsin standa enn á þeim stöðum. Fróðasund 11 er töluvert breytt frá því húsið stóð við Norðurgötu, bæði að utan og innan en það er þó enn einlyft timburhús með háu risi og á steyptum grunni. Byggt var við húsið 1954 og einnig hefur verið byggð forstofubygging á framgafl og sólskáli á suðurhlið og væntanlega er gluggaskipan töluvert breytt frá því sem var í upphafi. Húsið er allt bárujárnsklætt og er í mjög góðu standi og lítur vel út og umhverfi hússins vel frágengið. Húsið er einbýlishús og hefur verið að ég held alla tíð- alltént frá því það kom á þennan stað. Þessi mynd er tekin 5.maí 2013.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband