Hús dagsins: Spítalavegur 17

Spítalavegur er merkileg gata sem tengir Innbæinn og Brekkuna. P7100022Hún beygir til hægri frá Lækjargötu og klífur brekkuna til norðurs og endar við Eyrarlandsveg við Lystigarðinn. Gatan, sérstaklega neðri hluti hennar er mjög þröng og var gerð að einstefnugötu fyrir fáeinum árum neðan Tónatraðar sem gengur uppfrá götuna skammt neðan Spítalavegar 15. Húsin við Spítalaveg standa nokkuð strjált enda undirlendið af skornum skammti en efst standa fjögur hús í röð, áðurnefnt númer 15, 17, 19 og 21. Síðasttalda húsið er lang yngst en húsin standa raunar í aldursröð og eru byggð 1906-´07 og´08 en Spítalavegur 21 er byggður 1944-45.

En Spítalaveg 17, sem sést á þessari mynd byggði Eggert Melsteð timburmeistari árið 1907 fyrir þá Pétur Halldórsson og Hjört Lárusson. Þá mun húsið hafa skipst í tvo eignarhluta og bjuggu þeir Pétur og Hjörtur með fjölskyldum sínum á hvorri hæðinni. Húsið er einlyft timburhús með portbyggðu risi og á háum steyptum kjallara. Miðjukvisturinn er nokkuð sérstakur og helsta sérkenni hússins en hann gengur  á að giska meter fram úr risinu. Þá er bakbygging aftan á húsinu og inngönguskúrar á göflum. Ekki veit ég hvort kvistur eða útbyggingar hafi verið á húsinu frá upphafi en á flestum gömlum myndum sem ég hef séð þar sem sést í húsið er kvisturinn á því. Húsið er allt bárujárnsklætt og þá klæðningu hefur húsið líkast til fengið ekki mörgum árum eftir að það var byggt. Það var um 1910-20 sem almennt var farið að klæða timburhús járni, blikki og steinskífu. Húsið hefur verið einbýlishús síðustu árin en var lengst af tvíbýli og var það enn árið 1986 þegar húsakönnunarbók Hjörleifs Stefánssonar um Innbæinn var rituð. Húsið er í góðu standi og vel við haldið og garður gróskumikill og mikil prýði í umhverfinu. Útstæður kvisturinn gefur húsinu sinn einstaka svip. Þessi mynd er tekin skömmu eftir miðnætti þann 10.júlí 2013.

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 512
  • Frá upphafi: 436907

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 343
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband