Hús dagsins: Spítalavegur 19

Spítalaveg 19 reistu Árni Þorgrímsson og Ólafur Sumarliðason árið 1908.P7100020 Líkt og númer 17 hefur það skipst milli eigendanna í tvo eignarhluta, líklegast hafa þeir búið á hvorri hæð frekar en húsinu hafi verið skipt að miðju. En húsið er af algengri gerð timburhúsa, tvílyft með lágu risi og á steyptum kjallara. Beint niður undir húsinu, við Hafnarstræti stendur mikil torfa svipaðra húsa og Spítalavegur 19, sem reyndar eru nokkuð stærri bæði að grunnfleti og hæð. Bakbygging með hallandi þaki gengur út úr húsinu á norðvesturhorni og á norðurgafli er inngönguskúr. Allt er húsið bárujárnsklætt og krosspóstar eru í gluggum.  Eins og raunar öll þessi efsta húsaröð Spítalavegs er húsið og umhverfi þess allt hið glæsilegasta, húsið í góðri hirðu og lóð gróin og vel hirt. Ein íbúð er í húsinu. Þessi mynd er tekin 10.júlí sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 436900

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband