Hús dagsins: Hafnarstræti 35

P9100034

Jónas Gunnarsson og Sigtryggur Jóhannesson munu hafa reist Hafnarstræti 35 árið 1906 fyrir Jóhann Ragúelsson. Það var þá svipað að gerð og næstu hús, tvílyft timburhús á nokkuð háum steinkjallara með lágu risi en seinna var byggt við húsið. Það hefur þó að mestu haldið lagi sínu. Margir hafa átt húsið og búið í því gegn um tíðina en árið 1919 er eigandi hússins Guðbjörn Björnsson timburmeistari og frá árinu 1926 bjó þarna kona að nafni Guðríður Norðfjörð. Þarna starfrækti hún hárgreiðslustofu en tók einnig að sér að fjarlægja vörtur, bólur og líkþorn. Snyrtistofa þessi hefur sennilega verið á neðri hæð frekar en kjallara, þar tel ég líklegast að hafi lengst af verið geymsla eða verkstæðisrými. 1928 var byggð forstofubygging sunnan á húsið en hún er jafnhá húsinu og virðist gaflinn á henni steyptur eða a.m.k. forskalaður. Í Byggðum Eyjafjarðar 1990 (bls. 701, II bindi) kemur fram að í húsinu hafi búið átján manns árið 1940 en þar á meðal voru hjónin Andrés Sigvaldason og Sigurlaug Guðmundsdóttir en þau fengu um svipað leyti til byggingar nýbýlis á Hamraborg, milli Hamra og Nausta. Árið 1960 mun húsinu skipt í fjórar íbúðir, tvær á hvorri hæð en mun seinna kom íbúð í kjallara hússins. Þannig eru líkast til fimm íbúðir í húsinu núna. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út sem og umhverfi þess en lóðir húsanna við þennan hluta Hafnarstrætis eru ekki undirlendismiklar en bakhliðar húsanna mynda nánast horn við hina snarbröttu brekku sem er ofan við. Ofan Hafnarstrætisbrekkunnar er skógur mikill og ofan hans Spítalavegurinn. Þessi mynd er tekin 10.sept. 2013.

Heimildir: Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.

Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 486
  • Frá upphafi: 436841

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 312
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband