Hús dagsins: Norðurgata 4

Á næstu vikum má segja að sé um endurtekningu að ræða, en nú ætla ég að taka fyrir nokkur hús við neðanverða Norðurgötu en ég hef tekið þau fyrir áður stuttlega í "hópumfjöllunum".

P9100041

 En Norðurgatan eins og hún liggur í dag er byggð upp á mjög löngum tíma. Gatan er lengsta þvergatan á Eyrinni að undanskildum Hjalteyrargötu og Glerárgötu og eru elstu húsin (nr. 11 og 17) byggð 1880 en yngstu húsin nyrst byggð um 1955. Svona til að setja þetta gríðarlega langa árabil í samhengi getum við hliðrað því til um eina öld- ímyndað okkur götu sem hefði verið að byggjast smán saman síðan 1980 og yrði ekki fullbyggð fyrr en um 2055! Neðst í götunni eru nokkur hús með sama svipmóti, einlyft með risi og miðjukvisti og fjallaði ég um þau sem heild hér  fyrir einum þremur árum síðan.

En að húsinu á myndinni, Norðurgötu 4. Það er 116 ára gamalt, byggt árið 1897 af  tveimur mönnum, Ólafi Jónssyni og Jóni Jónatanssyni. Húsið er einlyft timburhús á lágum steinkjallara og með portbyggðu risi, háu en frekar aflíðandi og miðjukvisti. Járn og steinblikk er utan á húsinu.  Ég gæti ímyndað mér að það hafi í upphafi skipst í tvo eignarhluta í miðju en alltént skiptist það þannig í dag. Íbúðaskipan hefur þó tekið ýmsum breytingum gegn um tíðina. Sennilega bjuggu þarna margar fjölskyldur á fjórða áratugnum en árið 1936-37 var húsið stækkað verulega, byggð einlyft viðbygging aftan til og risi lyft að aftanverðu og fékk húsið þá það lag sem það nú hefur. Hugsanlegt að núverandi járnklæðning hafi komið á húsið þá. Þrátt fyrir breytingar hefur húsið haldið upprunalegu svipmóti sínu á götuhlið. Að vísu eru þverpóstar í gluggum en líkast hafa verið krosspóstar eða sexrúðugluggar upprunalega. Nú eru í húsinu tvær íbúðir og hafa verið í áratugi og er húsið í raun parhús- skiptist í miðju. Þessi mynd er tekin 10.sept. 2013.  

 Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband