Hús dagsins: Norðurgata 13

Norðurgötu 13 reisti maður að nafni Þorvaldur Guðnason árið 1886.

PC020053

 Það gerir húsið það þriðja elsta við Norðurgötuna en næsta hús sunnan við númer 11 og þar næsta hús númer 17 (Steinhúsið) eru jafn gömul eða frá 1880. Lóðin var einmitt mæld út þannig að hún væri á milli húsa Snorra Jónssonar og Björns Jónssonar en á þessum tíma tíðkaðist almennt að kenna hús frekar við eigendur en götur og númer.  Húsið er einlyft timburhús með háu risi og á háum steyptum kjallara. Stór kvistur með flötu þaki er á bakhlið og nær hann alveg að gafli og því raunar ekki ósvipað og að risi sé lyft að hluta. Húsið hefur líkast til fengið það útlit sem það hefur nú á 3.áratug 20.aldar en þá var húsið hækkað upp og klætt steinblikki. Húsið hefur mjög nýlega fengið nýja sexrúðu gluggapósta en það var áratugum saman með þverpóstum. Margir hafa átt og búið í þessu húsi gegn um tíðina en um eða eftir miðja 20.öldina mun húsið hafa kallast Ósvaldshús. Húsið er í góðu standi og er all sérstakt að gerð, látlaust og lætur mjög lítið yfir sér en hefur þó mjög sterkan "karakter". Það er í frábæru standi, er eins og áður segir með glænýjum  gluggapóstum og hefur líkast til alla tíð fengið gott viðhald. Þessi mynd er tekin 2.desember 2013. ( Ég minntist áður stuttlega á Norðurgötu 13 í annarri húsafærslunni á þessari síðu fyrir rúmum fjórum árum en þótti húsið verðskulda aðeins meira en 1-2 setningar.)

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband