Hús dagsins: Sunnuhvoll

Það hús sem hlýtur þann heiður að vera fyrsta "Hús dagsins"árið 2014 stendur í ofanverðu Glerárþorpi, neðst við götuna Litluhlíð. PC210055Það er býlið Sunnuhvoll. Húsið er byggt árið 1938 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar og mun Angantýr Jónsson hafa verið þar að verki. Sunnuhvoll er steinsteypt, einlyft á lágum grunni og með háu risi og miðjukvistum. Það var upprunalega með flötu þaki og nokkuð dæmigert fyrir Funkis-hús, kassalaga með horngluggum. Grunnflötur var  því sem næst ferningslaga en geymsluskúr eða forstofubygging á austurgafli. Húsið mun ekki hafa skipt oft um eigendur, var t.d. innan fjölskyldu frá 1941 og fram undir aldamót 2000. Árið 1959 var byggt ris ofan á húsið og fékk það þá það lag sem það nú hefur, þ.e. einlyft með háu risi. Kvistir með bröttu skúrþaki eru sitt hvoru megin á risinu. Hér eru teikningar af upprunalegu og breyttu útliti Sunnuhvolls. Sunnuhvoll er einkar skemmtilegt hús og einnig umhverfi þess en húsinu fylgir nokkur landareign sem er skógi vaxin. Húsinu er vel við haldið og lítur vel út og allt umhverfi þess er til prýði. Þessi mynd er tekin á vetrarsólstöðum, 21.desember 2013. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband