Hús dagsins: Lundargata 6

Fyrir áramót fjallaði ég um hús í neðanverðri Norðurgötu en nú færi ég upp um eina götu (ég tala um að fara upp eftir Eyrinni þegar stefnt er í vestur í átt að Brekkunni, enda þótt svæðið sé marflatt) og í Lundargötuna. Lundargata 6 er byggð árið 1897 af Birni nokkrum Ólafssyni. PA100012Húsið er af þessari algengu gerð timburhúsa frá ofanverðri 19.öld, einlyft á steyptum kjallara með háu portbyggðu risi og með miðjukvisti. Þessi ár, 1897-1900 var einmitt mikið byggt af svipuðum húsum á þessu svæði við Lundargötu og Norðurgötu. Merkilega mörg þeirra húsa standa enn og flest eru þau lítið breytt frá upphafi.  Einhvern tíma minnir mig að ég hafi heyrt að Jóhann Pétursson eða Jóhann Svarfdælingur (eða Jói risi), hæsti Íslendingurinn fyrr og síðar hafi fæðst í þessu húsi en hann var fæddur 9.febrúar 1913. Jóhann er í hópi heimsfrægustu Íslendinga fyrr og síðar en hann var lengst af búsettur erlendis og fór víða sem skemmtikraftur og lék risa í kvikmyndum og um tíma var hann talinn hæsti maður heims. Húsið var upprunalega einbýlishús en trúlega hafa á tímabili búið þarna fleiri en ein fjölskylda þegar kjör voru kröpp og húsnæðisskortur mikill. Húsið var klætt steinblikki drjúgan hluta 20.aldar en árin 1985-93 fóru fram gagngerar endurbætur á húsinu þar sem skipt var um þak- algjörlega, risið hækkað og kvistur stækkaður en einnig settir nýjir sexrúðupóstar í glugga. Þá var ný timburklæðning sett á húsið. Á haustkvöldi einu árið 2004 var ég í kvöldgöngu um m.a. Lundargötu. Þegar komið var að mótum götunnar og Gránufélagsgötu tók ég eftir einhverju óvenjulega en var ekki viss hvað það var. Ég man enn hvað mér brá þegar ég tók allt í einu eftir því í rökkrinu að Lundargata 6 sneri vitlaust og hafði færst um nokkra metra! Þá var það tilfellið að húsinu hafði verið lyft af gamla grunninum á meðan til stóð að steypa nýjan. Steypti   kjallarinn frá 2004 er mun hærri en sá gamli og því er húsið orðið mikið háreistara en í upphafi, en í fyrri endurbótum var risið hækkað sem áður segir. Húsið er nú eins og vænta má stórglæsilegt og í raun sem nýtt enda mikið endurbyggt. Sennilega er ekki margt í þessu húsi sem er frá skráðu byggingarári þess en það er auðvitað ekkert eindæmi með hús á þessum aldri. Myndin er tekin 10.september 2013.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband