Hús dagsins: Kaupangsstræti 16 og 14.

Ég er enn staddur í Gilinu og nú eru það efstu húsin norðan megin sem eru til umfjöllunar. Kaupangsstræti 16 sem er hér í forgrunni  þekkja sjálfsagt margir best í dag sem Myndlistarskólann en húsið er eitt af elstu verksmiðjuhúsunum sem standa þarna. Húsið er að stofni til frá árinu 1922 og var byggt sem skinnaiðnaðarhús. Húsið er tvílyft steinsteypuhús á háum kjallara og með lágu risi en á bakhlið er viðbygging, einnar hæðar með flötu þaki. Þverpóstar eru í gluggum. Húsið er að mestu leyti óbreytt að utanverðu frá miðri 20.öld. Oft er það svo í þessum umfjöllunum að gamlar myndir eru bestu heimildirnar. Enda segir máltækið að 

P3260067mynd segi meira en þúsund orð. Hér styðst ég við myndir sem finna má í Akureyrarbók Steindórs Steindórssonar (1993) og blaðsíðutölin í svigunum vísa til þeirrar bókar. Á mynd Vigfúsar Sigurgeirssonar (bls. 94) frá 1931 sést að húsið hefur upprunalega verið á einni hæð með lágu risi, líklega einn verksmiðjusalur . Á ljósmynd Steindórs Steindórssonar sem finna má á bls.143 sést að húsið var komið með núverandi útlit árið 1958.  Sápuverksmiðjan Sjöfn sem hóf starfsemi 1932 fluttist í þetta hús árið 1938 en verksmiðjan skemmdist mikið í bruna vorið 1950. Þykir mér ekki ólíklegt að húsið hafi fengið það lag sem það nú hefur við endurbyggingu. Í blaðagreininni sem tengillinn vísar á kemur fram að húsið var þá þegar á tveimur hæðum. Efnaverksmiðjan Sjöfn var í þessu húsi fram yfir 1980 en flutti þá í stórt og mikið verksmiðjuhús við Austursíðu. Nú er Myndlistarskólinn á Akureyri með aðsetur í þessu húsi og hefur verið í um 25 ár en hingað fluttist  hann um 1988. Húsið er í góðu standi og lítur vel út líkt og á við um öll gömlu verksmiðjuhúsin í Gilinu.

Bakhúsið, sem telst Kaupangsstræti 14 og 14b er einnig stórskemmtileg bygging en þar er um að ræða lager eða geymslubyggingu frá 1942.  Húsið er steinsteypt og myndi líkast til kallast þrílyft en ekki gott að segja hvað það er á mörgum hæðum. Byggingarlag hússins miðast nefnilega við gilbarminn og er húsið með hallandi þaki á langveginn og er breiðast efst. Semsagt, stórskemmtilegt í laginu. Auk þess er húsið að ég held hluta til byggt á pöllum. Húsið er í góðu standi líkt og framhúsið og í því eru bæði skrifstofur, vinnustofur listamanna og einnig íbúð. Þessi mynd er tekin 26.mars 2014.

  Heimildir: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur. 

Morgunblaðið 23.apríl 1950 (sótt af timarit.is 27.3.2014- sjá tengil í megintexta). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 436915

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband