Hús dagsins: Hafnarstræti 102.

Á Hafnarstræti 102 var fyrst reist tvílyft timburhús með háu risi árið 1904 en það reistu þeir Jónas Gunnarsson og Sigtryggur Gunnarsson. Húsið sneri stafni að götu og þar voru framan af bæði verslanir og íbúðir en eftir hernám 1940 hafði Breska setuliðið afnot af húsinu. 

P1180071

Húsið brann veturinn 1942 og var orðið mjög niðurnítt. Það var eitt þeirra stórhýsa í Miðbænum sem bar nafn erlendra stórborga, kallað Rotterdam en sú nafngift kom kannski ekki til af góðu- nefnilega af óhemjumiklum rottugangi !

 Það hús sem nú stendur á lóðinni er að öllu jöfnu kennt við Símann eða Póst og Síma en það er reist árið 1945. Húsið er stórt steinsteypuhús, fjórlyft með skúrþaki og er efsta hæðin inndregin og svalir meðfram götuhlið- svipað og á næsta húsi norðan við. Húsið er klætt svokölluð skeljasandi en á götuhæð eru einhverskonar flísar. Póstar í gluggum eru einfaldir og síðir verslunargluggar á götuhæð. Húsið er raunar tvær fjögurra hæða álmur og snýr önnur þeirra að Skipagötu sem liggur samsíða Hafnarstrætis austan megin. Tveggja hæða tengibygging er á milli. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á húsunum bæði að utan og innan enda hafa kröfur til atvinnuhúsnæðis breyst þó nokkuð gegn um tíðina- auk þess sem ný starfsemi kallar oft á breytingar. Húsið var aðsetur Pósts og Síma í meira en hálfa öld, símstöðin var í Hafnarstrætisálmunni og lengi vel var Pósthús bæjarins í álmunni sem snýr að Skipagötu. Nú eru í húsinu verslunin Rexín, Wise, gistiheimili og í bakhúsinu er skemmtistaðurinn Pósthúsbarinn en sú nafngift vísar til fyrra hlutverk hússins. Það er ekki óalgengt að skemmtistaðir og veitingastaðir dragi nafn sitt af þeirri starfsemi sem áður var í húsnæði þeirra. Það þykir þeim sem þetta ritar frábær viðleitni til að halda sögu húsanna á lofti. Hafnarstræti 102 myndi sjálfsagt seint teljast skrautlegt hús og sjálfsagt þykir einhverjum húsið hálfgerður "steinkumbaldi". Vitaskuld er húsið ákveðin andstæða við gömlu timburhúsin (ParísHamborg) neðar við "Göngugötuna" En húsið er hvað sem því líður er Símahúsið rótgróinn hluti Miðbæjarins enda um 70 ára gamalt og er vel viðhaldið lítur vel út. Þá geymir húsið mikla sögu og þarna hafa þúsundir manna starfað. Ég þori hins vegar ekki að fullyrða um hvort nokkurn tíma hafi verið búið í húsinu...Þessi mynd er tekin 18.janúar 2014. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 436918

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 275
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband