Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 31

Eyrarlandsveg 31 reistu þau Vilhjálmur Júlíusson og Elín Sveinbjarnardóttir árið 1923.P4190009 Hann var frá Barði en það var hjáleiga frá Eyrarlandi og stóð bærinn um 100m norðan við þetta hús á brún hins mikla gils þar sem  Menntavegurinn hlykkjast frá Hafnarstræti við Samkomuhúsið. Gil þetta heitir einmitt Barðsgil. Barðsbærinn er löngu horfin en Vilhjálmur var sonur síðasta bóndans þar, Júlíusar Kristjánssonar. Eyrarlandsvegur 31 er einlyft steinsteypuhús með portbyggðu risi. Forstofuskúr er á framhlið og inngönguskúr eða stigabygging á norðurhlið. Krosspóstar eru í gluggum. Húsið er mjög sviplíkt næsta húsi norðan við, nr. 29 en húsin eru reist sama ár og mögulega eftir sama höfund.  Húsið er líkast  lítið breytt frá upprunalegri gerð en virðist traustlegt og í góðu standi. Líkt og húsin í þessari röð er húsið einbýli og hefur verið svo frá upphafi. Þessi mynd er tekin 19.4.2014.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 495
  • Frá upphafi: 436890

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 327
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband