Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 33

Eyrarlandsvegur 33  virðist lítið frábrugðið þeim hinum húsunum í röðinni á móti Menntaskólanum og gæti hæglega verið frá sama tímabili, þ.e. 3. áratug 20.aldar.P4190010 Staðreyndin er hinsvegar sú að húsið er mikið yngra. Húsið er byggt árið 1971 eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar en ekki er mér kunnugt um hverjir stóðu fyrir byggingunni. Það er ekki gott að segja hvort húsið sé einlyft á kjallara eða tvílyft því hæðarmismunur lóðar gerir það að verkum að það er hærra austanmegin heldur en götumegin, og gildir slíkt hið sama um húsin á þessum slóðum. En götumegin viðrist húsið einlyft. Húsið er með háu risi og snýr göflum en húsið er í raun þrístafna því ein örmjó álma  gengur úr húsinu að sunnanverðu. Forstofubygging er á húsinu framanverðu og svalir ofaná en einnig eru svalir til suðurs og austurs. Í húsinu eru allavega þrjár íbúðir, ein á hverri hæð. Húsið er í góðu standi og fellur vel inn í götumyndina- sem er ekki alltaf sjálfgefið með hús sem eru reist 40-50 árum seinna en næstu hús. Svo virðist sem þess hafi verið gætt í hvívetna við hönnun hússins, sem er hvorki áberandi stærra eða mikið öðruvísi í laginu en húsin nr. 27-31 og 35 við Eyrarlandsveg. Myndin er tekin 19.apríl 2014. 

 Heimildir: Akureyrarkaupstaður.2014. Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar. Sjá tengil í texta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband