Nokkur hús á Ásbrú

Helgina 6.-8.júní sl.  skrapp ég í Reykjanesbæ og komst þar í Sögugöngu um Varnarliðssvæðið. Þó byggingar þær teljist ekki mjög gamlar er mikil saga á bak við þær og saga þessa svæðis, sem í um 60 ár var utan lögsögu Íslands og framandi mörgum Íslendingum, geysimerk og henni þarf að halda á lofti. Söguganga á borð við þessa sem ég tók þátt í um daginn er liður í því. Leiðsögumaður var Eysteinn Eyjólfsson, stjórnmála- og sagnfræðingur frá Keflavík.

P6070004

 Bandaríski herinn settist hér að  árið 1941. Það gefur því auga leið að byggingar eftir herinn eru ekki eldri en það, en elsta byggingin á Varnarliðssvæðinu er "Atlantic Studios" og er það byggt 1943. Byggingin var upprunalega viðgerðarverkstæði fyrir orrustuflugvélar en er nú kvikmyndaver og tónleikasalur.

 

 

 

 

 

 Hér var einskonar miðbær Varnarliðssvæðisins og húsið hér að neðan var lengi vel aðal samkomu- og skemmtistaður svæðisins. Húsið er í hópi elstu húsa Varnarliðssvæðisins, byggt árið 1955. Það var ekki ómerkari maður en skemmtikrafturinn og leikarinn Bob Hope (1903-2003) sem vígði þessa byggingu en hann var ötull við að ferðast milli bandarískra herstöðva og skemmta mönnum þar. Nú er þarna m.a. veitingastaður og um tíma var þarna lítil sjoppa sem þjónaði íbúum Ásbrúar.  

P6070013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6070017 P6070018

Til vinstri má sjá vatnstank Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar  og fyrir miðri mynd er einskonar loftvarnarbygging. Hún var þannig úr garði gerð að þarna gat hópur fólks hafst við einangraður í þrjá mánuði ef til árásar kæmi.  Á myndinni hægra megin er síðan Slökkvistöðin en slökkvilið vallarins var mjög vel búið og stundaði öflugar forvarnir. Aldrei brann hús til grunna á Vellinum þessi 60 ár sem herinn var hér !

 Hér  má sjá bankann (tveggja hæða bygging með valmaþaki), sem var útibú American Express og lögreglustöðina.

P6070027  P6070021

Þeir sem leið eiga um Varnarliðssvæðið veita því fljótt athygli að þar er lítið sem ekkert af trjám. 

P6070033

Fyrir því var ástæða- það var nefnilega ekki talið heppilegt að hugsanleg óvinalið gætu falið sig í skógi. Því Kaninn var vel meðvitaður um það að litlar og snotrar hríslur verða stóreflis tré eftir einhverja áratugi. Undantekning frá þessari skógræktarreglu voru bústaðir hinna hæst settu þ.e. "Admirals" en þarna má sjá nokkuð stór tré sem þeir hafa væntanlega plantað. Aðmírálarnir bjuggu í húsum sem þessu og höfðu ágætis rými, í þessu húsi voru t.d. tvær íbúðir og bjuggu foringjarnir á efri hæðum og höfðu gestastofur á neðri hæð. Þeir höfðu líka bílskúra en þetta  munu þeir einu slíku sem finna má á Varnarliðssvæðinu. Foringjabústaðirnir eru í hópi eldri húsa á svæðinu, byggðir milli 1950-60.

(Þess má geta að þessi hús lentu inni á Flugöryggissvæði Keflavíkurflugvallar þegar NATO tók að sér loftrýmiseftirlit hér og þess vegna er þessi víggirðing fyrir. Hún er því ekki komin frá Varnarliðinu). 

 

Munnleg heimild: Eysteinn Eyjólfsson leiðsögumaður í Sögugöngu um Ásbrú. 7.júní 2014. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband