Hús dagsins: Aðalstræti 17.

Síðastliðin fimmtudag, 19.júní, var ég á ferðinni með myndavél í Innbænum. Næstu greinar hér á síðunni verða því um hús við Aðalstræti sem mér þótti alveg verðskulda að mynda og fjalla stuttlega um hér.P6190009 Aðalstræti 17 sést hér á þessari mynd.  Aðalstræti 17 er byggt 1899. Það er einlyft timburhús með háu portbyggðu risi og miðjukvisti beggja vegna á húsi. Húsið stendur á steyptum kjallara og er klætt steinblikki og í gluggum eru tiltölulega nýlegir sexrúðupóstar. Örlítill inngönguskúr er á norðurgafli og inngöngubygging eða stigahús á bakhlið. (Reyndar mun stigi hafa verið rifinn úr þeirri byggingu fyrir margt löngu). Húsið reisti Kristján Sigurðsson kaupmaður en hann átti það ekki lengi og líklegt er talið að það hafi verið reist fyrir næsta eiganda hússins, Odd Björnsson prentsmið. Hann setti á stofn prentsmiðju  þarna 1901 og eignaðist allt húsið þremur árum síðar. Í millitíðinni átti húsið Einar H(jörleifsson) Kvaran skáld. Ástæða þess að húsið er talið byggt sérstaklega fyrir prentsmiðju er sú að  burðarbitar undir neðri hæð eru sterklegri og sverari en venjan var- sem bendir til þess að gólfinu hafi verið ætlað að þola þungar vélar. 

P6190013

Prentsmiðjan var í norðurenda hússins en íbúð í suðurenda en í risi var skrifstofa (Odds, væntanlega) auk íbúðaherbergja fyrir prentnema. Prentsmiðjan var starfrækt í þessu húsi til ársins 1934. Oddur virðist hafa selt íbúðarhluta hússins 1918 en þá kaupa þeir Mikael Guðmundsson og Björn Grímsson suðurhluta. Þegar bókin Akureyri; Fjaran og Innbærinn var skrifuð fyrir tæpum þremur áratugum hefur húsið ekki skipt oft um eigendur en þá hafa sömu eigendur átt suðurhluta hússins frá 1967 en sama fjölskyldan átt norðurenda frá 1934. Enn er húsið parhús og eru að ég held ein íbúð í hvorum hluta. Aðalstræti 17 er glæsilegt hús og í góðri hirðu og það sama á við um lóðina sem er stór og gróskumikil. Um 1990 var lögð ný íbúðargata samsíða hluta Aðalstrætis, Duggufjara og snýr húsið bakhlið að þeirri götu. Því eru hér myndir af bæði af bæði bak- og framhlið Aðalstrætis 17.  

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband