25.6.2014 | 12:03
"HÚS DAGSINS" 5 ÁRA.
Í dag, 25.júní 2014 eru liðin fimm ár, hálfur áratugur, frá því ég hóf að setja inn myndir af húsum og lítinn texta meðfylgjandi undir fyrirsögninni "Hús dagsins". Þá átti ég um 80 myndir af húsum á Akureyri en þær hafði ég tekið af og til frá 2005. Ég hafði lesið ýmsar bækur og tekið þátt í sögugöngum þó nokkur sumur þar áður en fannst um að koma þessum fróðleik á blað, tölvuskjal eða bara á Netið- því það væri um að gera að deila þessu með öðrum. Þessa sögu hef ég svosem rakið oftar en einu sinni og eflaust oftar en tvisvar og einnig minnst á það að upphaflega var meiningin að skutla inn nokkrum pistlum eins og myndirnar í safninu entust- eða þar til ég hætti að nenna þessu og bjóst ég við að það yrði eftir nokkra mánuði. En ég er enn að, pistlarnir mínir eru orðnir nálægt 300 að mestu um hús á Akureyri en einnig hef ég stöku sinnum tekið fyrir hús annars staðar á landinu þegar ég hef verið á ferðalögum. Í vor ákvað ég að færa alla mína pistla um hús á Akureyri inn í skjal til að geta mögulega átt þetta til sem bókarhandrit. Þeir urðu um 130 blaðsíður - og það var án mynda.
Fyrstu pistlarnir mínir voru mjög stuttir og hnitmiðaðir, enda var og hefur aldrei verið meiningin að skrifa hér langar og ítarlegar "ævisögur" húsanna sem hér birtast. Oft skrifa ég inn á síðuna líkt og ég sé að svara prófi- skrifa einfaldlega það sem ég man um húsið þá stundina en opni ég bók vísa ég að sjálfsögðu í hana. Ég hef sl. misseri vanið mig frekar á að glugga í bækur og netheimildir- ef þær eru á annað borð til staðar- jafnvel aðeins til að sannreyna hvort það sem ég man sé rétt. Það hversu langar greinarnar verða veltur á því hversu mikið ég veit um húsið og hversu mikið er til af aðgengilegum heimildum. Stundum eru greinarnar aðeins nokkrar línur en yfirleitt reyni ég að hafa greinarnir styttri frekar en hitt. Með aðgengilegum heimildum á ég við útgefnar bækur eða efni á neti. Það að grúska í gömlum skjölum, byggingarleyfum og teikningum og fundargerðum á söfnum og taka viðtöl er einfaldlega meiri vinna en svo að maður leggi það á sig fyrir stutta pistla og er eitthvað sem frekar myndi skila sér í fræðiritum á bók eða skýrslum.
Ég hef eiginlega bara fengið góð viðbrögð við greinunum mínum. Aldrei neitt sem flokkast getur sem "yfirdrull" Ein ástæðan fyrir því að þetta hefur gengið svona lengi eru einmitt frábær viðbrögð og einnig hafa ýmsir lagt að mér að ég verði nú að taka fyrir þetta og þetta hús og margir hafa þakkað mér fyrir þetta framtak og sagst skoða þetta reglulega. Húseigendur og íbúar eru einnig mjög þakklátir og oft hafa menn lagt að mér að taka fyrir þeirra hús. Aldrei hefur neinn húseigandi beðið mig um að fjarlægja umfjöllun hér af vefnum. Ég er ævinlega jafn þakklátur fyrir svona hrós og hvatningu. Ég er líka mjög þakklátur fyrir gagnrýni eða ábendingar sem berast eða jafnvel leiðréttingar, hafi ég farið með rangt mál, því það getur hæglega gerst. Það hefur nefnilega enginn gott af endalausu hrósi og klifi á því hvað hann sé frábær.
Þessi umfjöllun mín hefur alla tíð verið "stefnulaus" í heildina tekið. Þó hef ég oftast nær tekið nokkur hús í röð á sama svæði og oft leiðir eitt af öðru, t.d. ef hús sem fjalla um tengist öðru á einhvern hátt. Þannig hefur þessi umfjöllun undið upp á sig, ég hef hugsað "Fyrst ég tók þetta hús- þá verð ég eiginlega að taka þetta líka" Þessar greinar eru skrifaðar í frístundum og af hreinni áhugamennsku og þ.a.l. er ég ekki bundinn neinum reglum um uppsetningu eða framsetningu. Heimildatilvísun er hinsvegar nokkuð stöðluð hjá mér og miða ég við sk. APA-kerfi. Það sem ég minnist alltaf á er byggingarár, stutt lýsing, hver byggði, hver hannaði og hvaða starfsemi var helst í húsinu. Núverandi starfsemi og fjölda íbúða nefni ég líka. Það er síðan eftir atvikum hversu mikið af þessum upplýsingum ég hef á takteinunum. Mér finnst líka sjálfsagt að geta þess ef hús líta vel út og er vel við haldið. Ég sé hinsvegar enga ástæðu til þess að tilgreina sérstaklega ef hús eða lóðir eru í vanhirðu. Þar verða myndirnar bara að tala sínu máli og ég hef engan rétt til að atyrða húseigendur fyrir enda geta ýmsar ástæður legið að baki því að hús eru kannski ekki í sparifötunum.
Ég tek alltaf fram hvaða dag myndirnar voru teknar. Þær upplýsingar verða dýrmætari eftir því sem á líður.
Ég reyni eins og ég get að passa upp á málfar og stafsetningu en það skal alveg viðurkennast að það getur stundum skolast til- sérstaklega þegar mikið þarf að afrita og líma. Allan texta keyri ég gegn um svokallaðan "Púka" sem greinir ritvillur. Hann greinir hinsvegar ekki ranga orðaröð eða röng föll eða kyn en það er kannski helst það sem skolast til þegar klippt er og límt. (Og ég gæti skrifað " Það var byggt þetta hús 1950" og "mikið af fólki hefur búið í þessu húsi" eða jafnvel "mér hlakkar til að sjá hvernig húsið lítur út eftir endurbætur" án þess að Púkinn gerði við það athugasemd )
Ef ég á líta til baka og taka fram eftirminnilegasta húsapistilinn eða þann skemmtilegasta segi ég einfaldlega pass. Mér fannst hins vegar skemmtilega klaufalegt þegar ég skrifaði ægilegan "hátíðarpistil" númer 150 um Amtsbókasafnið á 150 ára afmælisári Akureyrarkaupstaðar og svo kom í ljós að sá pistill var í rauninni ekki sá 150. heldur var hann líklega númer 154.
Næstu daga og vikur mun ég birta greinar um nokkur hús í Aðalstræti en svo er ekkert ákveðið um framhaldið. Það eru alltaf hús sem vert er að mynda og skrifa um- en svo er líka spurning hvort maður fari að koma þessu í annað form- bók eða einhvers konar gagnagrunn. En það verður bara að koma í ljós.
Hér er fyrsti húsapistillinn minn um Norðurgötu 17 en hann birtist fyrir nákvæmlega fimm árum. Ég læt einnig athugasemdir við hann fylgja með:
25.6.2009 | 10:28
Hús dagsins: Norðurgata 17
Ég hef í nokkrar vikur birt myndir sem ég á af húsum á Akureyri og stutta umfjöllun um þau á Facebook. Hérna mun halda áfram með það. Eru þetta yfirleitt gömul hús á Oddeyri eða Innbænum en ég á orðið ágætis myndasafn af þeim. Heimildir um byggingarár og sögu húsanna eru fengnar úr öllum mögulegum bókum um byggingarsögu Akureyrar auk þess sem ég hef sótt a.m.k. eina sögugöngu Minjasafnsins um þessi eldri hverfi á hverju sumri síðan 1997.
Hús dagsins er Norðurgata 17, einnig kallað Steinhúsið eða Gamla Prentsmiðjan. Húsið er það eina á Akureyri sem hlaðið er úr blágrýti svipað og Alþingishúsið og Hegningarhúsið. Byggingarár mun vera 1880 og er þetta hús í 3.-4.sæti yfir elstu hús á Oddeyri. Í þessu húsi var lengst af starfandi prentsmiðja en ýmis önnur starfsemi hefur einnig verið stunduð í húsinu á 130 árum.
Ég minntist á að þetta væri 3.-4. elsta hús Oddeyrar. Sjálfsagt mál er að telja upp þau hús á Oddeyri sem teljast eldri en Steinhúsið. Norðurgata 11 er jafn gamalt (1880), Lundargata 2 (1879), Strandagata 27 (1876) og elst er Strandgata 49, Gránufélagshúsið, (1874).
Og þessar athugasemdir bárust:
Það verður eflaust gaman að fylgjast með framhaldinu hjá þér að kynna okkur gömlu húsin á Akureyri.Númi er höfuðborgarbúi,en hefir flakkað mikið til norðurlands,er hálfur þingeyingur.Ég fór í göngutúr um gamla hluta Akureyrar í fyrra í fyrsta sinn,og þvílíkar gersema gamalla húsa sem þið eigið á Akureyri,og gaman að sjá hve mörg hafa verið vel gerð upp.Hafðu þökk fyrir þetta framtak þitt.
Númi (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:02
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Þakka viðbrögðin og hrósið. Mun setja inn fleiri myndir og umfjallanir á komandi dögum og vikum...