Hús dagsins: Aðalstræti 20

Aðalstræti 20 er byggt árið 1897 og virðist frá upphafi hafa verið parhús. 

P6190002

Húsið reistu þeir Júlíníus Jónasson og Jónatan Jóhannesson og bjuggu þeir í sitt hvorum hlutannum- Jónatan í suðurhlutanum og Júlíníus í norðurhlutanum. Suðurhluti hússins tvílyftur með lágu risi og snýr austur-vestur, en norðurhlutinn er einlyftur með háu risi og snýr stafni í norður. Gluggapóstar eru af ýmsum gerðum en húsið klætt báruðu plasti en járn á þaki. Steinblikk er á norðurgafli. Lítill inngönguskúr á bakhlið.Upphaflega var húsið einfalt að gerð, lítið einlyft timburhús með háu risi, líkast til var suðurhlutinn e.k. "spegilmynd" norðurhlutans en hann er lítið breyttur frá fyrstu gerð. Suðurhlutanum var hins vegar breytt árið 1952, hann lengdur um 4metra inn að brekkunni og efri hæðin byggð upp. Í Innbæjarbók Hjörleifs Stefánssonar (1986:82)* kemur fram að húsið hafi fengið núverandi útlit árið 1969 en húsið virðist næsta lítið breytt frá því að sú bók var skrifuð. Aðalstræti 20 er skemmtilegt í útliti og prýði af því, líkt og flestum húsum við þessa rótgrónu og næst elstu götu Akureyrar. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor í sínum enda líkt og verið hefur frá upphafi, í 117 ár. Ekki er mikið landrými kringum húsið því fast á bakvið það er snarbrött brekkan sem rís yfir Innbænum, um 50-60m há. Vorið 1990 féll skriða úr brekkunni á næsta hús norðan við þetta, Aðalstræti 18 og skemmdist það svo að því varð ekki bjargað. Hér má lesa meira um það.  Þessi mynd er tekin 19. júní 2014. 

 Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

* Fyrir þá sem ekki vita, þá táknar merking á borð við (1986:82) einfaldlega útgáfuár og blaðsíðutal. Hér var ég með öðrum að vitna í blaðsíðu 82 í bók Hjörleifs Stefánssonar, gefna út árið 1986. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband