Hús dagsins: Hafnarstræti 15

Fyrr í sumar myndaði ég nokkur hús við Aðalstræti sem mér fannst að ég þyrfti endilega að taka fyrir hér á síðunni og hef ég gert þeim skil sl. vikur. 

P6190007

Einnig myndaði ég eitt glæsilegt hús sem flokkast myndi af Funkís-gerð en það er Hafnarstræti 15. Lóðin  sem slík er raunar ævagömul enda var á hin upprunalegi verslunarstaður Akureyri á þessum slóðum. Þarna stóðu áður timburhús, "assistentahús" sk. eða hús verslunarþjóna, pakkhús og verslunar og íbúðarhús Höepfnershúsa. Núverandi lóð er aðeins um 350 fermetrar þ.a. tæpast hafa öll þessi hús staðið lóðarmarka hennar. En öll þessi hús brunnu í stórbruna árið 1912 og lengi vel var þarna óbyggt einskis manns land. 

Húsið sem nú stendur á Hafnarstræti 15 byggði maður að nafni Karl Jónasson árið 1937. Teikningar gerði Tryggvi Jónatansson og hér má sjá þær (að því gefnu að tengillinn inn á þessa löngu slóð virki). Húsið er tvílyft steinsteypuhús flötu þaki og á lágum grunni. Litlar suðursvalir eru á efri hæð hússins. Gluggasetning hússins er regluleg og póstar einfaldir en og á suðurhlið eru horngluggar, eitt einkenni Funkis-húsagerðarinnar sem var mjög ráðandi í húsagerð á þessum tíma. Ægisgatan á Oddeyri og Helgamagrastræti á Brekkunni má nefna sem dæmi um heilsteyptar funkis-götur, en þetta hús svipar nokkuð til efstu húsa við síðarnefndu götuna. Húsið, sem mun vera 436 rúmmetrar að stærð, er teiknað sem einbýlishús og mun sú skipan óbreytt. Húsið virðist næsta lítið breytt að utan miðað við upprunalegar teikningar og virðist húsið í mjög góðu standi og lítur vel út. Á lóðinni stendur einnig bílskúr sem byggður var 1964. Þessi mynd er tekin 19.júní 2014. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband