Hlíðarskálin 30.ágúst 2010 og 2014

Á laugardaginn ákvað ég að mynda Hlíðarskálina, þ.e. skálina miklu í Hlíðarfjalli milli Hlíðarhryggs og Háurinda. Segja má að skálin sé  "á tveimur hæðum" þ.e. hún skiptist í efri og neðri skál 

P8300081

Skilin á milli eru best sýnileg á sumrin þar eð þar bráðnar vetrarsnjórinn á milli efri og neðri hluta sísnævarins eða hlíðarjökulsins sem þarna er. Mörgum á Akureyrarsvæðinu (síðuhöfundur þ.m.t.) þykir einkar spennandi að fylgjast með því á sumrin hvort  "slitni á milli" efri og neðri skálar eða "skálin fari í sundur" eins og það kallast oft. Síðastliðin áratug hefur það eiginlega verið regla frekar en undantekning að fönnin fari í sundur, enda fóru jafnan saman tiltölulega mildir vetur og hlý sumur. (Mig minnir að 2003 eða 4 hafi þetta gerst og þá var það í fyrsta skipti í marga áratugi heyrði maður). 2010 var fönnin farin í sundur þann 30.ágúst líkt og sjá má á myndinni hér til hliðar, sem tekin er af bílastæðinu við Háskólann á Akureyri við Sólborg. En á laugardaginn mundi ég að ætti mynd af Hlíðarfjalli sem tekin var 30.ágúst svo ég ákvað að smella af einni þar sem skálin sést. Og svona lítur Hlíðarskálin út 30.ágúst 2014. Myndin er tekin af Eiðsvelli á sunnanverðri Oddeyri og í forgrunni er húsaröðin við Brekkugötu. 

P8300001

Eins og glögglega má sjá er snjórinn umtalsvert meiri þetta sumarið en fyrir fjórum árum og enn nokkuð breitt haft á milli efri og neðri fannar. Enda var síðasti vetur talsvert snjóþungur m.v. síðustu ár- og það var raunar veturinn þar á undan. Enn er þó tæplega hægt að fullyrða hvort slitni á milli eða ekki, en ég tel það raunar ólíklegt úr þessu. Jafnvel þó september verði heilt yfir hlýr þá vega næturfrost og haustrigningar (sem í þessari hæð falla sem snjór) væntanlega upp á móti. 

 

Ég hef nokkrum sinnum áður skrifað um þetta fyrirbæri:

 30.sept. 2010: Hlíðarskál með mánaðar millibili.

 30.ágúst 2010: Hlíðarskál 30.8.2010

 10.ágúst 2009: Skálin í Hlíðarfjalli. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband