Hús dagsins: Eiðsvallagata 20

Þann 2.júlí 1929 fékk Byggingafélag Akureyrar lePA310013yfi til að byggja íbúðarhús fyrir Þórð Valdemarsson og Jakob Einarsson og var þar um að ræða Eiðsvallagötu 20. Húsið reis 1930 og er eitt nokkurra húsa við Eiðsvallagötuna þar sem skráðir voru íbúar í Manntali það ár. Eiðsvallagata 20 er steinsteypt, tvílyft með valmaþaki og með krosspóstum í gluggum. Húsið, eins og svo mörg önnur á Eyrinni teiknaði Halldór Halldórsson. Eiðsvallagata 20 er eitt af elstu húsunum við Eiðsvallagötuna og er eitt fárra húsa við götuna þar sem skráðir eru íbúar í Manntali 1930. Þá bjuggu í húsinu alls 16 manns, fjölskyldur áðurnefndra Þórðar og Jakobs en þar bjuggu einnig Stefán Guðjónsson og fjölskylda hans en hann reisti ári síðar hús nokkru neðar við götuna, eða Eiðsvallagötu 30. Þannig hefur verið þríbýli í húsinu a.m.k. fyrsta árið eða svo en annars hafa ævinlega verið í húsinu tvær íbúðir. Ekki veit ég hvort einhver starfsemi var í húsinu, verslun, verkstæði eða skrifstofur en það er alls ekki útilokað. Ein góð leið til að athuga slíkt er einfaldlega að slá heimilisfanginu inn á vefinn timarit.is, því hafi einhvern tíma verið auglýst einhverskonar þjónusta í dagblaði og heimilisfangið með birtist það þar. Húsið er einfalt og látlaust og er lítið breytt frá upprunalegri gerð að utanverðu. Það sem helst er einkennandi fyrir húsið útlitslega er steinhleðslumunstur á hornum og við dyr. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin 31.október 2014 og eru allar myndir sem birtast af Eiðsvallagötuhúsum í næstu umfjöllunum teknar þann dag. 

Heimildir:  Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1921-30

Manntal á Akureyri 1930. Bæði þessi rit eru óútgefin, en eru varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband