Hús dagsins: Eiðsvallagata 22

Umfjöllunin um húsin við Eiðsvallagötu á Oddeyri heldur áfram þar sem frá var horfið fyrir jól og áramót en fyrsta "Hús dagsins" er Eiðsvallagata 22. PA310011 

Eiðsvallagötu 22 reisti Kristján Magnússon árið 1930 eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar. Þann 17.febrúar 1930 er Kristjáni “leigð byggingarlóð sunnan við Eiðsvallagötu og austan við Jakob Einarsson “ en þar er um að ræða lóðina Eiðsvallagötu 20. Ekki gekk vandræðalaust að fá byggingarleyfi fyrir húsinu því 31.mars meinar Byggingarnefnd Kristjáni um leyfið vegna ófullnægjandi teikninga, þar vantaði mynd af götuhlið og aðeins einn gluggi sýndur á hverri hæð. En Sveinbjörn hefur greinilega kippt þessum teikningamálum í liðinn með hraði því þremur vikum seinna, 22.apríl 1930 er byggingaleyfi veitt. Eiðsvallagata 22 er tvílyft steinhús með háu risi. Miðjukvistur er á bakhlið en á götuhlið er stór kvistur með flötu þaki, sem nær svo til eftir risinu endilöngu. Í flestum gluggum eru einfaldir lang- eða þverpóstar en einnig eru þar krosspóstar. Forstofubygging með svölum er á austurstafni hússins. Sennilega hefur húsið ekki verið fullklárað fyrr en eftir áramótin 1930-31 því enginn íbúi er skráður í Eiðsvallagötu 22 þann 1.des 1930. Árið 1937 voru byggðir kvistir á risið eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar en árið 1962 er kvistur á götuhlið stækkaður og hefur húsið þá líkast til fengið það lag sem það nú hefur. Ég gæti ímyndað mér að ris hafi ekki verið innréttað nema í besta falli að takmarköðu leiti áður en kvistirnir komu. Íbúðaskipan hefur að öllum líkindum tekið einhverjum breytingum gegn um tíðina. En Eiðsvallagata 22 er traustlegt og reisulegt hús og í góðu standi. Þrjár íbúðir eru í húsinu, hver á sinni hæð. Húsið myndar ásamt næsta húsi nokkuð skemmtilega tvennd er hér er um ræða nk. tvíburahús en þau eru reist eftir h.u.b. sömu teikningu. Þau virðast alveg eins fljótt á litið en eu þó að nokkuð frábrugðin hvort öðru, bæði gluggasetning, dyraskipan og segja hvort sína sögu seinni tíma breytinga.

 Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1921-30 Óútgefið rit, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 440794

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 211
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband