Hús dagsins: Eiðsvallagata 24

Eiðsvallagötu 24 reisti Egill Tómasson árið 1930 eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar en ári síðar, 2.maí 1931 fær hann leyfi til að reisa steyptar tröppur á austurstafn. PA310010Hefur húsið þá líkast til verið h.u.b. fullklárað en 1.des 1930 var enginn fluttur þangað inn. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og miðjukvistum, sem líklega eru seinni tíma viðbætur líkt og á nr. 22, hugsanlega eftir sömu teikningu frá 1937. Húsið er af mjög dæmigerðri gerð steinhúsa frá þessum tíma, og alls ekki ósvipað húsum við t.d. Norðurgötu 10 og 12, og að sjálfsögðu húsum nr. 1 og 22 við Eiðsvallagötuna en þetta hús og þau tvö síðast töldu eru jafnaldrar. Sú staðreynd að fljótlega var ákveðið að reisa tröppur á aðra hæð gæti bent til þess að innrétta skyldi aðra íbúð á fyrstu hæð eða hugsanlega verkstæði en sér íbúð á efri hæð. Alltént er sér inngangur að vestanverðu á neðstu hæð en íbúðir í annarri hæð og í risi deila innganginum á austurhlið. Því eru þrjár íbúðir í húsinu, hver á sinni hæð líkt og í nr. 22.Húsið er í góðu ásigkomulagi og glæsilegt á að líta og myndar skemmtilega tvennd með nágranna sínum á nr. 22. Þessi tvö systurhús eru skemmtileg tvennd í götumynd Eiðsvallagötunnar en gatan geymir marga fulltrúa byggingargerða 4. og 5. áratugarins. Gatan markar ákveðin byggingasöguleg vatnaskil í byggðasögu Oddeyrar, sem miða má við árið 1930 en syðsti hluti Eyrarinnar er að mestu leyti byggðir fyrir þann tíma en nyrðri hlutinn að mestu milli 1930-60. Húsakönnunin fyrir Oddeyri sem unnin var á sínum var enda látin afmarkast af Eiðsvallagötunni.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1921-30 Óútgefið rit, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 430
  • Frá upphafi: 440787

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband