Hús dagsins: Norðurgata 36

 

Á Norðurgötu 36 stendur reisulegt steinsteypuhús með háu risi. P1040002Það reisti Bogi Ágústsson árið 1930 eftir teikningum Ágústs Ágústssonar. ( Mér er ekki kunnugt um hvort þeir voru bræður.) Samkvæmt manntali árið 1930 bjuggu í húsinu Bjarni Marteinsson og Sigríður Sigurjónsdóttir ásamt börnum sínum Frosta og Hönnu Skagfjörð, en Bogi Ágústsson er þar ekki skráður sem íbúi. En alltént reisti Bogi Ágústsson húsið og einhvern tíma mun húsið hafa kallast Bogahús. (Annað Bogahús stóð við Hafnarstræti, skáhallt á móti Samkomuhúsinu) Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og á lágum grunni með bárujárni á þaki. Kvistur er á framhlið og þykir mér líklegt að þar sé um síðari tíma viðbót að ræða. Gluggapóstar eru einfaldir með lóðréttum fögum. Tvær íbúðir eru í húsinu, ein á neðri hæð og önnur á efri hæð og risi. Húsið lítur vel út, m.a. er á því tiltölulega nýlegt þakjárn. Norðurgata 36 telst hafa varðveislugildi sem hluti af heild skv. Húsakönnun Minjasafnsins frá 1995.  Þessi mynd er tekin þann 4.janúar 2015.

 

 

Heimildir: Manntal á Akureyri 1930. Óútgefið rit, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 436804

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 296
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband