Hús dagsins: Norðurgata 37

 

Norðurgata 37 stendur á horni Eyrarvegar og Norðurgötu, vestan megin. P1040001Sögu hússins má rekja til ársins 1933, en þann 16.janúar þ.á. fékk Árni Jónatansson leyfi til að byggja á lóð Ólafs Ágústssonar sem jafnframt afsalaði lóðinni til Árna. Þau skilyrði sem sett voru varðandi byggingarleyfið var að ekki skyldu vera útitröppur við húsið, forstofuinngangur á NA-horni og gluggar í kjallara á suðurstafni skyldu vera beint niður af gluggum efri hæðar. Ekki fylgir sögunni hvers vegna þessi skilyrði voru sett. En Norðurgata 37 er einlyft timburhús á háum kjallara og með lágu risi. Það er múrhúðað að utan eða forskalað sem kallað er og gluggar eru nýlegir, án pósta. Lóðin hefur fengið mikla yfirhalningu síðustu ár, steypt upp og reist ný girðing en einnig er við húsið bílskúr, sambyggður skúrum á nr. 35 og Eyrarvegi 20 en sú lóð liggur að Norðurgötu 37 í vestri. Húsið hefur einnig hlotið miklar endurbætur og virðist í góðu standi. Á suðausturhorni hússins hangir skemmtileg, útskorin kýr, sem lætur ekki mikið yfir sér en er býsna skrautleg og á móti hangir númer hússins hangir á hinu horninu. Lengi vel var sérstakur umbúnaður um útidyr, lítið timburskýli, um 1x1,5m að stærð sem náði út á gangstétt og voru þar ytri útihurðir og þrep niður að útidyrum. Þessi bygging var fjarlægð 2011. Ein íbúð er í húsinu. Þessi mynd er tekin 4.jan. 2015.

Heimildir:  Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35 nr 689, 16.jan.1933.

Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436813

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband