Hús dagsins: Norðurgata 40

Það er ekki ofsögum sagt að á Oddeyrinni um miðja síðustu öld hafi verið blómlegt verslanalíf. Hverfisverslanir voru þó nokkrar ásamt fjölmörgum sérverslunum enda þekktust stórmarkaðir á borð við Krónuna, Bónus eða Nóatún ekki þá. P1040005Á austurhorni Norðurgötu og Eyrarvegar stendur Norðurgata 40, sem er eitt margra húsa sem áður hýstu hverfisverslun, þó ekki sjáist greinilega merki þess í dag (engir stórir búðargluggar t.d.). Húsið reisti Ragnar Jónsson kaupmaður árið 1946. Varðveittar eru teikningar af húsinu frá 22.ágúst 1945 undirritaðar af G. Tómassyni en ekki er ljóst fyrir það “G.” stendur. Einnig eru járnateikningar eftir Halldór Halldórsson frá maí 1946. En húsið er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki og horngluggum í anda Funkis- stefnunnar. Tröppur eru uppá efri hæð og inngangur á vesturhlið þ.e. Hliðinni sem snýr að Norðurgötu. Gluggar eru með einföldum póstum. Húsið er ekki ósvipað t.d. Eiðsvallagötu 6 og 8 í stórum dráttum en hús með þessu lagi voru ekki óalgeng á þessum árum. Að utan hefur húsið verið einangrað og klætt báruðu plasti sk. "lavella" frá Svíþjóð.(áb. 30.3. ´15 frá Einari í Norðurgötu 38) Neðri hæðin var verslunarrými frá upphafi en 12.ágúst 1947 birtist eftirfarandi auglýsing í Alþýðumanninum:

Undirritaður hefir opnað nýja verzlun í húsinu NORÐURGÖTU 40 undir nafninu „HEKLA". •— Þar fást flestar vörur: Matvörur, hreinlætisvörur, sælgæti, öl og gosdrykkir o. fl. — Lítið inn og athugið verð og gæði, og afgreiðslu verzlunarinnar. Akureyri 5.ágúst 1947. Anton Ásgrímsson.

Verslunin í Norðurgötu 40 kallaðist Tonabúð í daglegu tali. Árið 1955 er Kaupfélag Verkamanna hinsvegar komið með útibú í þetta pláss og var þarna fram eftir 7.áratugnum.Húsið hefur síðustu áratugi verið íbúðarhús, ein íbúð á hvorri hæð. Húsinu er mjög vel við haldið og lítur vel út og lóð hefur einnig verið sinnt af alúð og natni. Myndin er tekin fjórða janúar 2015.

 

Heimildir eru fengnar af Landupplýsingakerfi Akureyrar (sjá tengil hér í hliðarglugga) og vísað er í heimildir af timarit.is í texta með tenglum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi

Þú veist væntanlega að þarna bjuggu afi þinn og amma og við Sigga og móðir þín fæddist meðan við áttum heima þarna. Fluttum svo í hið ágæta Melgerði.

Með góðri kveðju,

Magga

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 10:03

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð.

Þegar þú segir það (skrifar, reyndar ) þá man ég að einhvern tíma hafi amma talað um að þið hafið búið í N40 áður en flutt var í Melgerði. Skildist eins og það hefði bara verið stuttan tíma. Þannig að hér er sannarlega um stórmerkt hús að ræða.

Bestu kveðjur, Arnór.  

Arnór Bliki Hallmundsson, 19.2.2015 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband