Hús dagsins: Ránargata 11

Ránargata 11 er byggð árið 1971 eftir teikningum Jóns Geirs Ágústssonar. P2080007Hvort um er að ræða fyrsta húsið sem reis á lóðinni eða ekki er mér ókunnugt um en húsið er um 40 árum yngra en næstu hús neðan við og í hópi yngstu húsa við götuna. Ránargata 11 er tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki. Gluggar eru stórir og póstalausir. Hús með þessu lagi voru ekki óalgeng á 8.áratug síðustu aldar og þó nokkur sams konar hús eru á Brekkunni og í Glerárþorpi. Húsið er hins vegar eini fulltrúi þessarar gerðar á Eyrinni enda talsvert yngra en flest hús í nágrenninu. Húsið virðist traustlegt og gott og vel við haldið. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Þessi mynd er tekin 8.febrúar 2015.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2727
  • IMG_2725
  • P6171002
  • img_2730
  • IMG_2730

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 197
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 389
  • Frá upphafi: 441104

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 231
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband