Tækjakosturinn

 Ég tilheyri þeim hópi fólks sem notar síman til sáralítils annars en að hringja og senda skilaboð og hef einhvern vegin ekki vanið mig á að nota síman til myndatöku. En ég lét loksins verða af því um daginn að verða mér út um snúru saman síma og tölvu. Því notaði ég tækifærið og myndaði myndavélina mína!

Einhverjir lesendur þessarar síðu kunna kannski að ímynda sér að ég gangi um götur Akureyrar með margra kílóa, risastóra og fullkomna myndavél. En það er alls kostar ekki rétt. Sú myndavél sem allar húsamyndirnar á þessari síðu eru teknar á kemst auðveldlega í vasa; en þannig finnst mér best að hafa það. Hún er 6 megapixla,af gerðinni Olympus FE120 og ég viðurkenni að stundum getur hún hökt og hikstað en meðan hún virkar skal hún notast. Myndavélina keypti ég í Hagkaup í mars 2006 og var á henni tveggja ára ábyrgð, sem rann þá út fyrir réttum sjö árum. En hér er gripurinn á bak við myndirnar hér á síðunni: 

007

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi Norðurgötu 40.  Húsið er klætt með Lavella Sænsku plastefni sem var vinsælt um 1970.

kv.einarb

einar, Norðurgötu 38 (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 15:38

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæll Einar og takk fyrir ábendinguna. Hef bætt þessu inn í færsluna :)

Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 31.3.2015 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 355
  • Frá upphafi: 440838

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband