Hvernig liggur landið?

Þennan veturinn hefur Eyrin verið mér hugleikin, ég hef fjallað um Eiðsvallagötu eins og hún leggur sig, Norðurgötu, Ránargötu og næst á dagskrá er Ægisgatan, en síðarnefndu tvær göturnar eru þvergötur norður úr Eiðsvallagötu. Nú eru e.t.v. einhverjir áhugasamir lesendur sem þekkja hvorki haus né sporð á Eyrinni og átta sig engan vegin á staðháttum. Svipað og þegar ég heyri talað um Bergstaðastræti, Bræðraborgarstíg, Nönnugötu eða eða aðrar götur í Reykjavík. Hér hef ég búið til óskaplega frumstætt yfirlitskort og mynd af þeim hluta Oddeyrar sem ég hef tekið fyrir á þessari síðu. Þetta hverfi er steinsnar frá Miðbænum eins og sjá má hér. 

Hér hef ég rissað upp mjög grófa afstöðumynd sem sýnir Oddeyrina sunnan Eyrarvegar, þeir hlutar sem ég hef tekið fyrir nú þegar - eða á næstu vikum- merktir gulu. ATH. HLUTFÖLL OG STEFNUR ENGAN VEGIN RÉTTAR.

  P4020001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd (nauðsynlegt að stækka hana upp með því að smella á hana) sem tekin er ofan af Neðri-Brekku sólríkan síðsumardag (31.ágúst) 2013 sýnir nokkurn vegin hvernig landið liggur á syðsta og elsta hluta Oddeyrar. Eiðsvallagata er nyrst en Ránargata og Ægisgata liggja þaðan til norðurs. Í forgrunni eru hús við Munkaþverárstræti en handan fjarðar má sjá býlið Halllandsnes lengst til hægri og ofar framkvæmdasvæði Vaðlaheiðarganga

S-Oddeyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 348
  • Frá upphafi: 440831

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 167
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband