Næst á dagskrá: Ægisgatan sunnanverð

Ég held áfram skipulagðri umfjöllun minni um þvergötur Oddeyrar með Eyrarveginn sem "markalínu". Næst neðan við Ránargötu liggur Ægisgatan til norðurs, á milli húsa nr. 7 og 9 við Eiðsvallagötu. Við Ægisgötuna er heilsteypt götumynd einlyftra funkishúsa eftir Tryggva Jónatansson, byggð á síðari hluta 4.áratugarins. Á þessum árum var mikill húsnæðisskortur í bænum og kreppa ríkjandi en fyrir Tryggva vakti að hanna lítil hús fyrir efnaminna fólk sem þarna fékk tækifæri til að búa í einbýlishúsum. Í grúski mínu um Oddeyrina hefur Húsakönnun Guðnýjar Gerðar og Hjörleifs verið hálfgerð "biblía" en þar er markalína skipulagðrar umfjöllunar Eiðsvallagatan; þ.e. í grófum dráttum miðað við eldri byggð en 1930. Þar er hins vegar fjallað eilítið um hús Tryggva Jónatanssonar og sagt að þau séu flest hlaðin úr r-steini, einangruð með mómylsnu með valmaþaki úr timbri, járnvarið, húsin búin raflýsingu, venjulegri miðstöð, eldavél og þvottapotti og frágangur eins og best verður á kosið. Húsin þóttu hinsvegar ekki merkileg og jafnvel lágkúruleg og kölluð "hundakofar" (Guðný Gerður og Hjörleifur 1995: 108). Það er hins vegar ljóst að þessi hús stóðu fyllilega fyrir sínu og voru ekki síðri en hýbýli manna á þessum tíma. Og enn standa þessi ágætu hús Tryggva Jónatanssonar fyrir sínu, flest þeirra óbreytt frá fyrstu gerð. 

Heimildir:  

Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri gaf út. (Öndvegisrit þetta er einnig aðgengilegt á pdf-formi, sjá slóð í færslu)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 341
  • Frá upphafi: 440824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 161
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband