Hús dagsins: Ægisgata 2

 Jón Jósefsson vélsmiður og Guðrún Jóhannsdóttir reistu húsið árið 1936 en hann fékk byggingarleyfi 9.nóvember það ár.P2080017 Jón ólst upp sunnar á Eyrinni í Lundargötu 15, en bróðir hans var Jóhannes á Borg, glímukappi og hótelstjóri.  Skráð byggingarár hússins í Fasteignaskrá er 1936 en þar sem byggingarleyfið er gefið út seint það ár má ætla að Jón hafi þegar hafið byggingu hússins eða skráð byggingarár hjá Fasteignamati miðist við afgreiðslu byggingarleyfis. Húsið er eitt nokkurra við neðanverða Ægisgötuna sem byggt er eftir teikningu Tryggva með áletruninni “Einbýlishús fyrir S.B.A”. Þessi hús eru 8x9 m á grunnfleti með litlu útskoti á horni, einlyft með valmaþaki Við hlið útidyra er lítill gluggi, meiri á breidd en hæð. Í húsinu eru einfaldir, lóðréttir gluggapóstar og virðast þeir nýlegir. Fleiri "SBA hús" standa ofar við götuna eða á nr. 10-14. Byggt var við húsið til suðurs um 1979 eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Viðbygging er með stórum stofuglugga og er jafn há húsinu og einnig með valmaþaki. Einnig er nýlegur sólskáli bakatil við húsið og þá er einnig snotur sólpallur úr timbri framan við húsið. Ægisgata 2 virðist í góðu standi og vel hirt. Í húsinu er ein íbúð. Myndin er tekin 8.feb. 2015. 

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-40; fundur nr.784 þ. 9-11-1936.

 

Manntal á Akureyri 1940. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 386
  • Frá upphafi: 440819

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 188
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband