Hús dagsins: Ægisgata 4

Á teikningum Tryggva Jónatanssonar af Ægisgötu 4 stendur Einbýlishús fyrir SBA Akureyri.P2080015 Fyrir hvað SBA stendur er óljóst en nokkur hús við Ægisgötu eru reist eftir þessari sömu teikningu og eru þau flest óbreytt nema númer 2. En þetta hús reisti Ingibjörg Jónsdóttir árið 1937 og í byggingarleyfinu er tilgreint að húsið sé næst norðan við hús Jóns Jósefssonar. Húsið er einlyft,hlaðið úr r-steini,  og með valmaþaki og er járn á þaki. Í byggingarleyfinu kemur fram að gólf sé "lagt í púkk" en ekki er mér kunnugt um hvað það merkir. Í gluggum eru lóðréttir póstar og með einu opnanlegu fagi í efra horni. Þá er á framhlið hússins þessi hlutfallslega breiði, rétthyrningslaga smágluggi sem einkennir þessi “SBA-hús” Tryggva. Grunnflötur er nánast ferningslaga en lítið útskot er á suðausturhorni. Húsið er að mestu óbreytt frá fyrstu gerð, a.m.k að ytra byrði. Það er í góðri hirðu líkt og flest húsin við Ægisgötuna. Myndin er tekin 8.febrúar 2015.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41, fundur nr.800 þ.9.6.1937. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 440807

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband