Hús dagsins: Ægisgata 6

Tvær systur, Oddný og Katrín Þórðardætur, báðar saumakonur á Gefjun reistu Ægisgötu 6 árið 1937. 

P2150012Húsið er “tvíburahús” en það er byggt eftir sömu teikningu og númer 8, sem er líkast til einhverjum mánuðum eldra. Þessi hús eru sennilega ein minnstu einbýlishúsin á Akureyri, aðeins 63 fermetrar að grunnfleti. Þó var það svo árið 1940 að þarna bjuggu auk systranna tvö börn Oddnýjar og tveir leigjendur, Stefán Halldórsson 32 ára verkamaður og Björn Sv. Friðriksson 20 ára vörubílstjóri. Eða alls 6 manns ! Í húsinu bjuggu síðar um áratugaskeið tveir bræður, Gottskálk og Steingrímur Egilssynir frá Garðakoti í Skagafirði og ljóst er að þeir hafa hirt vel um húsið. Það hefur verið einangrað og klætt upp á nýtt og í því eru nýir gluggar með krosspóstum. Árin 2013-14 var húsið allt endurnýjað að innan og er nú allt sem nýtt. Á lóðinni stendur einnig bárujárnsklæddur geymsluskúr sem virðist í góðu standi. Á baklóð er hellulögð verönd þar sem áður var kartöflugarður en framan við húsið er sólpallur úr timbri. Allt er húsið og lóðin til fyrirmyndar í umhirðu og frágangi. Á horni lóðarinnar er hátt og mikið, allavega 15 metra hátt grenitré sem. Fljótt á litið virðist mér þetta vera sitkagreni en mér "trjáfróðari" menn mega endilega leiðrétta mig annaðhvort með skrifum hér við færslu, á Gestabók hér til hliðar (athugasemdafrestur rennur út á tveimur vikum eftir að færsla er birt) eða bara hvernig sem er. Myndin er tekin 15.febrúar 2015.

Hér sést grenið mikla á Ægisgötu 6 í öllu sínu veldi. Á mynd sjást til vinstri, auk Ægisgötu 6, hús nr. 8 og 10 og norðvesturhorn nr. 4 til hægri.

P2150011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr.800, þ. 9.júní 1937.

Manntal á Akureyri 1940. Þar fást upplýsingar um annars vegar stöðu og atvinnu húsbyggjanda og leigjenda og hins vegar hve margir bjuggu í húsunum. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 440805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband