Hús dagsins: Ægisgata 8

Eiríkur V. Guðmundsson pylsugerðarmeistari á Kjötiðnaðarstöð KEA og kona hans Anna S. Sveinsdóttir byggðu Ægisgötu 8 árið 1936 skv. Fasteignaskrá, en byggingarleyfi fengu þau 19.febrúar 1937. P2150008Húsin tvö númer 6 og 8 eru nákvæmlega eins, byggð eftir sömu teikningu Tryggva Jónatanssonar og eru þau líklega minnstu einbýlishúsin á Akureyri. Hvort um sig eru óbreytt frá fyrstu gerð, ekki hefur verið byggt við þau og herbergjaskipan er lítið breytt. Húsin skiptust í litla forstofu og innaf henni herbergi vinstra megin og stofa til hægri en lítil snyrting í miðju. Úr stofu var annars vegar gengið inn í eldhús vinstra megin og herbergi eða dagstofu hægra megin en innaf eldhúsi var þvottahús og búr. Inngangar eru á framhlið og einnig þvottahúsinngangur á norðurhlið. Ægisgata 8 er einlyft r-steinhús á lágum grunni og með valmaþaki. Gluggapóstar eru nýlegir á að líta og eru þeir einfaldir lóðréttir. Húsið lítur vel út og virðist í góðri hirðu og lóð umhverfis vel hirt og smekkleg. Á henni eru einnig tveir litlir geymsluskúrar úr timbri og ýmis trjágróður, auk sólpalls við suðvesturhorn hússins. Þessi mynd er tekin 15.febrúar 2015 og sýnir norðurhlið hússins en myndin af Ægisgötu 6 í þeirri færslu sýnir suðurhlið þess húss. Þær hliðar húsana eru nákvæmlega eins enda húsin byggð eftir sömu teikningu.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41; fundur nr.789 þ. 19-2-1937.

Manntal á Akureyri 1940. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 440797

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband