Hús dagsins: Ægisgata 13

 Í ársbyrjun 1937 fékk Tryggvi Stefánsson skósmiður úthlutað lóð, þeirri ystu að vestan og 15.apríl sama ár fékk hann byggingarleyfið.P2150017 Hér er um að ræða sams konar hús og austan við götuna og líkt og öll húsin við Ægisgötuna er það byggt eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. Húsið er mjög líkt húsum sem hann teiknaði sem “Einbýlishús fyrir SBA” árið 1936 og risu það ár og árið á eftir en á Ægisgötu 13 er ekki litla hornútskotið og lega þvottahúss og bakdyrainngangs er frábrugðin. Teikningar að húsinu eru dagsettar 2.feb 1937. Árið 1940 bjuggu í þessu húsi, sem telst 90 fermetrar að stærð 9 manns: Tryggvi Stefánsson og kona hans Sigrún Jónína (föðurnafn hennar illlæsilegt), 5 börn þeirra auk vandalausrar konu, Ingibjargar Gunnarsdóttur 76 ára, sem sögð er á framfæri húsbónda. Þá leigði þarna Ólafur Tryggvason 54 ára bóndi á Dagverðartungu. Þrjú herbergi hússins hafa dugað þeim níu sem þarna bjuggu 1940 líkt og öllum öðrum íbúum þau 78 ár sem húsið hefur staðið því húsið er óbreytt frá fyrstu gerð, herbergjaskipan að mestu sú sama og í upphafi og ekki hefur verið byggt við það. Einhverjar skúrabyggingar eru einnig á lóðinni. Húsið er einstaklega smekklegt og vel við haldið og lóðin sömuleiðis hirt af mikilli natni. Á sumrin og árið um kring að hluta er mikið safn allskonar skrautmuna í steinbeðum umhverfis húsið, vegfarendum til mikillar ánægju og yndisauka. Ein íbúð er í húsinu. Mynd tekin 15.feb. 2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41. (Fundir 9.jan og 15.aprí 1937)

Manntal á Akureyri 1940. 

Hér er um að ræða óprentaðar og óútgefnar heimildar sem varðveittar eru á Héraðskjalasafninu á Akureyri. Þess má geta að allar upplýsingar sem ég hef upp úr þeim ritum skrifa ég fyrst í litla minnisbók og færi þaðan inn í tölvu þegar heim er komið. Því er viss fyrirvari á að nöfn og dagsetningar eða annað slíkt skolist lítillega til þó yfirleitt gæti ég þess ítarlega að það hendi ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 440782

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 203
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband