Konur byggðu húsin

Óska öllum nær og fjær gleðilegs kvenréttindags og einnig öllum landsmönnum  til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna- og eignalausra karla. Þessi fyrirsögn er í samræmi við lágmynd sem finna má í Lystigarðinum á Akureyri, "Konur gerðu garðinn". En hér ætla ég, í tilefni dagsins, að birta nokkur hús frá fyrri hluta 20.aldar og lok þeirrar 19. sem konur byggðu. En á þeim tímum var staða kvenna nokkuð önnur en hún er í dag og alls ekki algengt að þær stæðu fyrir húsbyggingum. Hér eru myndir af nokkrum Akureyrskum "kvennahúsum".

 

Aðalstræti 22 byggði Anna Erlendsdóttir árið 1898, tæpum tveimur áratugum áður en konur fengu kosningarétt. 

P6190004

 

 

 

 

 

 

 

 

10 árum síðar byggðu systurnar Anna og Kristbjörg Kristbjörnsdætur Gránufélagsgötu 20. Húsið var stækkað árið 1927.

P1120043

 

 

 

 

 

 

 

 

Ægisgötu 6 reistu einnig tvær systur, þær Oddný og Katrín Þórðardætur en þær voru báðar saumakonur á Gefjun. Katrín og Oddný reistu sitt hús töluvert löngu seinna en Anna og Kristbjörg eða árið 1937. 

P2150012

 

 

 

 

 

 

 

 

Ránargötu 3 byggði Soffía Sigurðardóttir árið 1931


P1310006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gránufélagsgötu 19 reisti Jónasína Þorsteinsdóttir árið 1925.

P9080006

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalbjörg Friðriksdóttir reisti Norðurgötu 32 árið 1930.

P1010012

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir því sem ég kemst næst var fyrsta húsið á Akureyri sem kona byggði brauðgerðarhús Vilhelmínu Lever en það stóð þar sem nú er Hafnarstræti 23. Hún reisti húsið um 1834 en það brann 1903 og núverandi hús reist. (Þessi mynd er úr sögugöngu sumarið 2010).

P7310004

 

 

 

 

 

 

 

 

Vilhelmína Lever er ein af merkustu persónum Akureyrarsögunar. Talið er að hún hafi byggt Aðalstræti 52  en hún rak þar veitingahús á 6.áratug 19.aldar.  Ég brá mér einmitt í stórskemmtilega sögugöngu um Vilhelmínu á vegum Minjasafnsins og Héraðskjalasafnsins í gærkvöld. Myndin hér að neðan er tekin í þeirri göngu, og sýnir hún glögglega fjölda þátttakenda.  Hafi aðstandendur göngunnar bestu þakkir fyrir skemmtilegt og fræðandi erindi. smile

 P6180015

Vilhelmína er fyrsta kona Íslandssögunnar til að kjósa í lýðræðislegum kosningum. Var það í sveitarstjórnarkosningum þann 31.mars árið 1863. Til að setja það í samhengi hversu löngu fyrir daga kosningaréttar kvenna það var má hliðra þessu árabili um eina öld. Það er, ef við setjum sem svo að konur fengju kosningarétt í dag, þá hefði ein kona samt sem áður kosið í marslok árið 1963!! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband