Þátturinn "Hús dagsins" 6 ára.

Þann 25.júní 2009 setti ég hér inn á þessa síðu litla mynd af Norðurgötu 17, Gömlu Prentsmiðjunni eða einfaldlega Steinhúsinu hér inn á síðunna ásamt fáum orðum um sögu þess. Ætlunin var að deila um 80 myndum sem ég átti hér ásamt nokkrum orðum um sögu þeirra en ég hafði í rúman áratug haft áhuga á sögu gömlu húsana og hafði sankað að mér ýmsum fróðleik. Nú hefur þessi þáttur, sem ég kalla "Hús dagsins"  gengið í slétt 6 ár en fyrst var ég fullviss að ég myndi ekki nenna þessu nema nokkra mánuði- hugsanlega út sumarið ! Fyrstu misserin voru pistlarnir stuttir og knappir en síðar þótti mér tilhlýðilegt að bæta heimildavinnu og skráningu. Það er ákveðið markmið hjá mér að greinarnar séu stuttar og hnitmiðaðar, en ég segi stundum að um hvert gamalt hús mætti skrifa þriggja binda verk. Það finnst mér líka svo skemmtilegt við þetta grúsk- alltaf getur maður heyrt og lært eitthvað nýtt um sögu húsanna, sem maður þykist hafa kynnt sér í þaula. Ég hef ekki hugmynd um hvað pistlarnir eru margir og ég nenni ekki einusinni að reyna að telja þá- fljótt giskað eru þeir líklega nærri 400. Og ég mun enn halda þessu grúski áfram, mér til fróðleiks og gestum þessarar síðu til ánægju og yndisauka. (PS. Þess má geta að upphafsdagur "Húsa dagsins" var einnig dánardægur meistara Michael Jackson cry ) 

Bestu þakkir til allra þeirra sem heimsótt hafa þessa síðu og góð viðbrögð þessi sex ár. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband