14.7.2015 | 16:59
Hús dagsins: Ásabyggð 16 (áður Vesturgata 13)
Í sumum hverfum má finna hús sem augljóslega eru eldri en nærliggjandi byggð og fanga þau ævinlega athygli þess sem þetta ritar. Þetta eru hús sem oftar en ekki eru frábrugðin nærliggjandi húsum að gerð og stærð. Þá gefur lega þeirra á lóðum stundum til kynna að hús séu byggð fyrir skipulag gatnanna sem þau standa við- oft er um að ræða gömul býli. Brekkan ofan Þórunnarstrætis byggðist að mestu eftir miðja 20.öld og fram undir 1980 en þá voru Lunda- og Gerðahverfi að mestu risin. Hverfið sem afmarkast af Þórunnarstræti í austri, Þingvallastræti í norðri og Mýrarvegi í vestri kallast Byggðirnar og er að mestu byggð á 6. og 7.áratug 20.aldar. Þó standa þar nokkur eldri hús og þar á meðal tvö hús sem standa við Goðabyggð og Ásabyggð. Þegar þau voru byggð töldust þau standa við Vesturgötu en Jón Hjaltason segir að báðar göturnar hafi höggvið [...] skarð í Vesturgötu, sem að lokum hvarf hávaðalaust af bæjarkortinu enda var lega hennar dálítið torræð. (Jón Hjaltason 2009: 211). Árið 1904 talar Páll Briem um Vesturstræti sem á að liggja sunnan við væntanlegan Gagnfræðaskóla [Hús MA, sem var reist þá um sumarið] og gæti ég trúað að þar sé um að ræða götuna sem síðar varð Vesturgata- en heyrir nú sögunni til.
Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að formálin hér er sá nákvæmlega sami og í síðustu færslu, sem fjallaði um Goðabyggð 7. En Ásabyggð og Goðabyggð eru tvær samsíða götur á Suðurbrekkunni og liggja þær austur- vestur á milli Mýrarvegar og Byggðavegar. En þessar götur eru á svipuðum slóðum og áðurnefnd Vesturgata sem var dreifbýlisvegur. Tvö Vesturgötuhús standa enn, annars vegar Vesturgata 9 sem nú telst Goðabyggð 7 og hins vegar Vesturgata 13, sem telst Ásabyggð 16. Um 80 metrar skilja þessi hús að og stendur Ásabyggð 16 ofar og sunnar.
Húsið reistu þau Magnús Pétursson og Guðrún Bjarnadóttir um 1935. Þá hefur húsið ekki verið ósvipað húsi Björns Ásgeirssonar, einlyft með lágu risi á kjallara. Þau hafa líkast til haft einhverjar skepnur því húsinu fylgdu útihús, sem nú eru vitanlega löngu horfin. Á mynd Eðvarðs Sigurgeirssonar sem finna má á bls. 211 í fimmta bindi Sögu Akureyrar sést að þau hafa staðið litlu sunnar, á svipuðum slóðum og nú er Álfabyggð. Árið 1934 fékk Magnús leyfi til að byggja hús á erfðafestulandi sínu við Vesturgötu, lítið timburhús, 7,8x8,5m með lágu risi, tekið fram að risið sé um 2 álnir. Teikningarnar að húsinu eru undirritaðar af H. Halldórssyni sem mér þætti nærtækast að álíta vera Halldór Halldórsson. Byggingaleyfi Magnúsar var þó háð því skilyrði að kæmi byggingin í bága við framtíðarskipulag mætti krefjast þess að húsið yrði flutt. Bygginganefnd bókaði þetta þann 29.ágúst 1934 en rúmum þremur vikum síðar, 21.sept. barst nefndinni símskeyti frá Skipulagsnefnd þar sem fram kom að hús Magnúsar bryti ekki í bága við framtíðarskipulag. Enda stendur húsið enn, 80 árum síðar.
Ásabyggð 16 er einlyft timburhús með háu risi á steyptum kjallara. Á framhlið hússins er kvistur með aflíðandi þaki; skúrþaki. Tvöfaldir krosspóstar ( sexskiptir) eru í gluggum og allt er húsið bárujárnsklætt og hefur líkast til verið frá upphafi. Rishæðin hefur verið byggð síðar en hvenær er mér ekki kunnugt um. Byggðirnar tóku að byggjast á 6.áratugnum og leið Vesturgatan undir lok samhliða. Finna má blaðaauglýsingar frá 1954 þar sem bæði Vesturgötu 13 og Ásabyggðar (númer 4) er getið en heimilisfangsins Ásabyggðar 16 virðist fyrst getið í blaðinu Nýjum kvöldvökum þann 1.maí 1960 . Þá er Margrét Jónsdóttir, búsett þar, meðal vinningshafa í vísnagetraun. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en þarna var einnig starfrækt vélaverkstæði til skamms tíma, um 1962. Í upphafi var húsið einbýlishús og enn er ein íbúð í því. Ásabyggð 16 er glæsilegt hús og vel við haldið, á því virðist vera ný klæðning og gluggar og gluggalistar. Lóðin er einnig vel frágengin og snyrtileg. Þessi mynd er tekin á góðviðrisdegi, 29.júní 2015.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Fundir nr. 728, 29.ágúst 1934 og nr. 729, 29.sept. 1934. Óútgefið rit, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Jón Hjaltason (2009). Saga Akureyrar V bindi. Akureyri: Akureyrarkaupstaður
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.