Coming up...

Þeir sem reglulega horfa á erlendar sjónvarpsstöðvar (t.d. Amerískar) kannast við þessi orð, oftar en ekki fyrir auglýsingahlé "Coming up..." og svo kemur yfirlit yfir það sem gerist eftir hlé. Eða "Coming up, next week..." í lok framhaldsþátta. Nú vill svo til að ég er nokkurn veginn ákveðinn með hús dagsins næstu vikurnar. En það eru eldri hús á Brekkunni sem hafa verið "yrkisefni" hjá mér sl. mánuð og mun ég halda áfram með þau. 

Vesturgata er heiti gamals dreifbýlisvegar sem lá um Suðurbrekkuna. Við hana voru reist þrjú grasbýli árið 1935 sem öll standa enn. Tvö þessara húsa standa við Ásabyggð og Goðabyggð og þau hef ég þegar tekið fyrir en þriðja  stendur við Hrafnagilsstræti.Ég tók þessa mynd fyrr í dag, þ. 15.júlí og í sömu ferð kom ég við á Héraðskjalasafninu og leit í Fundargerðir Bygginganefndar frá 1930-35 og hverju komst ég að þar ? Það verður upplýst í næstu "Hús dagsins" færslu...


P7150110

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Byggðavegur liggur samsíða Þórunnarstræti og er hann sú gata á Akureyri þar sem númer eru hæst. Elsta húsið við götuna, nr.142 er byggt um aldamótin 1900, forskalað timburhús en það hefur ekki staðið alla tíð á þessum stað. Þessa mynd tók ég á göngu minni þann 29.júní sl.

 P6290117

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daginn eftir Sumarsólstöður, þriðjudagskvöldið 22.júní sl. brá ég mér í sund. Myndavélin var með í för og á heimleiðinni myndaði ég þetta sérlega sjarmerandi litla timburhús, sem stendur við Gilsbakkaveg...

P6220002 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvö mikil gil skera brekkuna ofan Miðbæjar. Syðra gilið er  Grófargil eða "Gilið" (Listagilið) en nyrðra kallast Skátagil og milli þessara gilja er um 100m breið tunga. Á barmi Gilsins liggur áðurnefndur Gilsbakkavegur en á barmi Skátagils er Oddagata. Báðar eru göturnar byggðar á árabilinu 1925-40 og seinna en undantekning eru þessi tvö timburhús frá 1905 og 06. Þessi hús báru (og bera enn) nöfn, eða öllu heldur sama nafn. Annað var Ytra og hitt Syðra, rétt eins og Súlurnar...wink

P7150124

 P7150125

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6280028

(Þessi mynd er tekin þar sem bærinn Kaupangsbakki stóð áður, þann 28.júní 2014. Eyjafjarðará í forgrunni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband