20.7.2015 | 10:18
Hús dagsins: Hrafnagilsstræti 27; Þrúðvangur
Hrafnagilsstræti er nokkuð löng gata sem nær frá Eyrarlandsvegi við brúnir Barðsgils og upp að Mýrarvegi. Síðast nefnd gata þverar brekkuna og skilur að m.a. Byggða- og Lundahverfi. Gatan liggur austur- vestur upp Brekkuna og þverar á leiðinni Þórunnarstræti og Byggðaveg. Neðri hluti götunnar þ.e. Spottinn á milli Þórunnarstrætis og Eyrarlandsvegar er að mestu byggður um 1930-40 en efri hlutinn er yngri. Með einni undantekningu. Á númer 27 stendur nefnilega syðsta húsið í grasbýlaþrenningunni sem reist var árið 1935 og töldust standa við Vesturgötu. Húsið virðist þó ekki hafa verið númerað en bar nafnið Þrúðvangur.
Daginn eftir að árið 1935 gekk í garð settist maður að nafni Sigtryggur Þorsteinsson, deildarstjóri hjá KEA niður við bréfaskriftir, þar sem hann óskaði eftir erfðafestutúni ofan Þórunnarstrætis. Jarðeignanefnd samþykkti þetta og 10 dögum síðar, 12. janúar samþykkti Bygginganefnd að veita honum leyfi til að byggja timburhús á steyptum kjallara með lágu risi, 8x9m að stærð. Að auki bókar nefndin að skipulagsnefnd telji sig samþykka [...] byggingalóð fyrir hús 220m ofan Þórunnarstrætis og ca 50 m sunnan framlengingar Hrafnagilsstrætis (Bygginganefnd Ak. 1935: nr. 734).Enda þótt Vesturgata komi hvergi fram í bókunum Bygginganefndar er það nú samt svo að í Manntali 1940 er húsið skráð sem Þrúðvangur við Vesturgötu. Þar er skráður til heimilis auk Sigtryggs og konu hans Sigurlína Haraldsdóttur og fjölskyldu sérlegur fjárhirðir, Hjalti Magnússon, 17 ára.
Hrafnagilsstræti 27 er einlyft timburhús með lágu risi og stendur það á háum steyptum kjallara. Á norðurgafli eru tröppur upp að örlitlum inngönguskúr (bíslagi) en ofan kjallarainngangs á vesturhlið snoturt dyraskýli. Krosspóstar eru í gluggum, bárujárn á þaki en steinblikk á veggjum. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en ekki finn ég heimildir um neina stórfellda verslun eða starfsemi í húsinu- hún hefur þá a.m.k. ekki verið auglýst á síðum Akureyrblaðana Dags eða Íslendings. Hins vegar sést, að árið 1952 er eigandi hússins Ragnar Stefánsson og þá auglýsir hann húsið og gripahús (sem nú er vitanlega löngu horfið) til sölu ef rétt tilboð fæst. Kemur þar fram að meðfylgjandi tún sé 16 dagsláttur. Húsið er eitt þriggja grasbýla sem reist voru á þessum slóðum árið 1935. Öll voru húsin sviplík, ein hæð á háum kjallara með lágu risi og í öllum tilfellum var um hobbýbúskap að ræða, þar eð íbúarnir stunduðu aðra atvinnu en búskap. En uppúr miðri öldinni tók þéttbýli að myndast nærri þessum húsum og búskap sjálfhætt. Í minningargrein um Sigtrygg Þorsteinsson segir árið 1961 En nú eru ný byggðahverfi risin þar sem áður voru töðuvellir bóndans í Þrúðvangi (Dagur 10.tbl. 1.3.1961: 4) Þrúðvangur fékk númerið 27 við Hrafnagilsstræti og hefur verið svo í rúma hálfa öld.
Þar sem húsið er nokkrum áratugum eldra er það nokkuð frábrugðið næstu húsum en að lögun og gerð en er engu að síður til mikillar prýði. Það er lítið og látlaust og í mjög góðri hirðu og lóðin vel gróin og snyrtileg. Ein íbúð er í húsinu. Það er að vissu leyti þakkarvert að þessi þrjú eldri hús (Ásabyggð 16, Goðabyggð 7, Hrafnagilsstræti 27) hafi fengið að halda sér þótt byggt hefði verið í kringum þau því hitt er einnig alltof algengt að gömul bæjarhús þurfi að víkja fyrir nýjum hverfum. Myndin er tekin 15. júlí 2015.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar: Fundagerðir 1930-35. Fundur nr. 734, 12. jan 1935. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Erlingur Davíðsson ?? (1961). Sigtryggur Þorsteinsson deildarstjóri, minningarorð. Í Degi : 44.árg, 10.tbl. Sótt 19.júlí á timarit.is (hlekkur í meginmáli texta).
(Aths. E.D. Skrifar undir greinina en ekki liggur fyrir um hvern ræðir þar en mér þykir freistandi að álíta E.D. vera Erling Davíðsson, þáverandi ritstjóra Dags. )
Manntal á Akureyri 1940. Óútg. Varðv. Hsksj. Ak.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.