Snjóalög við Fálkafell 2014-15

Eitt er það sem ég hef alveg sérstaklega ánægju af, nefnilega að fylgjast með snjóalögum til fjalla. Vekur þá sérstaka athygli ef óvenju lítið eða mikið er af snjó á hinum og þessum stöðum miðað við tíma árs og oft reyni ég að mynda það sem mér þykir óvenjulegt. Fálkafell er skátaskáli ofan Akureyrar. Stendur hann í um 380 m hæð yfir sjó á norðausturbrún Súlumýra. Bak við hann er brekka sem oftar en ekki nýtist skátum í útilegum til "rennerís" hvort heldur er á sleðum eða skíðum eða bara til almennra leikja og útivistar. Þessi brekka hefur oftast nær síðastliðin nokkur ár verið orðin auð í sumarbyrjun en í fyrrasumar var enn talsverður snjór þar 18.júní.

P6180002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Réttilega kveinkuðu menn sér undan seinagangi vorkomunnar núna í maí en hitastig náði vart tveggja stafa tölu mest allan mánuðinn og snjór yfir. Auk þess voru kaldar norðanáttir ríkjandi langt fram í júní. En veturinn var svosem heldur ekki að flýta sér í fyrra. Þessa mynd tók ég í 13 stiga hita þann 15.nóvember 2014. Þarna er raunar minni snjór í brekkunni heldur en 18.júní, því þarna er aðeins um föl að ræða en á hinni myndinni er þykkt fannarstál frá vetrinum á undan. Ég hygg það ekki vera algengt að minni snjór sé í brekkunni um miðjan nóvember en um miðjan júní. 

PB150015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vorið og fyrri hluti sumars 2015 verða sennilega ekki færð í annála fyrir óvenju mikil hlýindi. Bráðnun vetrarsnævar hefur þannig,eðlilega, ekki gengið hratt. Svona var staðan á brekkunni fyrir réttum mánuði, 26.júní. Þarna má sjá nokkuð greinilega snjórönd neðst.

P6260046

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klaufin kallast gildrag nokkurt suðvestan Fálkafells.Í norðurhlíðinni er enn dálítil fönn þann 26.júlí ! Það verður að teljast nokkuð árangur hjá vetrarsnjónum, a.m.k. miðað við tíðarfar allra seinustu ára.

P7260105

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

snjor_falkafell260715

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 421
  • Frá upphafi: 440778

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband